Hið nýja varðskip Freyja lagði af stað í sína fyrstu eftirlitsferð á Íslandsmiðum á þriðjudagskvöldið.
Það sætir tíðindum að engin fallbyssa er um borð í Freyju en íslensk varðskip hafa verið búin slíkum byssum í meira en eina öld. Þór, fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga, kom til Vestmannaeyja 1920. Þór var fyrsta íslenska skipið sem fallbyssa var sett á.
„Staðan er sú að allur þungi siglingasviðs og tæknimanna Landhelgisgæslunnar hefur farið í það að gera Freyju útkallshæfa. Verið var að flytja björgunarbúnað úr varðskipinu Tý og setja upp tölvukerfi svo skipið geti sinnt hefðbundnum landhelgisgæslustörfum. Forgangsmálið hefur því verið að gera skipið tilbúið til björgunarstarfa og fallbyssan var neðar á forgangslistanum,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Á vef Landhelgisgæslunnar segir að Týr sé útbúinn einni 40 mm Borfors L60 MK3-fallbyssu, en hún er af sænskri gerð. Enn fremur segir að ýmis handvopn séu um borð í Tý. Ásgeir upplýsir að handvopn verði borð í Freyju eins og í öðrum varðskipum Landhelgisgæslunnar, enda vissara að hafa þau við höndina ef óvænt atvik komi upp.
Ásgeir segir að enn sem komið er hafi engin ákvörðun verið tekin um hvort Freyja verði búin fallbyssu í framtíðinni. Slíkt verður metið síðar. Ef til þess kemur verður fallbyssa Týs væntanlega flutt yfir á Freyju.
Þörfin á slíkum vopnabúnaði er hverfandi í dag en því var að sjálfsögðu öfugt farið þegar Landhelgisgæslan var að eltast við lögbrjóta á útlendum togurum í þorskastríðum fyrri ára.
Allmörg dæmi eru um að varðskipsmenn hafi þurft að skjóta úr fallbyssum að togurum sem neituðu að stöðva för sína. Fyrst var skotið púðurskotum en síðan alvörubyssukúlum ef skipstjórarnir létu sér ekki segjast.
Einar H. Valsson er skipherra í fyrstu eftirlitsferð Freyju. Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður leysir af sem skipherra í næstu efirlitsferð Freyju, sem er áætluð seint í desember.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 6.890 kg |
Þorskur | 3.427 kg |
Steinbítur | 331 kg |
Samtals | 10.648 kg |
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 928 kg |
Ufsi | 29 kg |
Samtals | 957 kg |
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 472 kg |
Ýsa | 463 kg |
Þorskur | 336 kg |
Langa | 191 kg |
Keila | 21 kg |
Karfi | 12 kg |
Hlýri | 9 kg |
Samtals | 1.504 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 311,13 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 341,64 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
10.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 6.890 kg |
Þorskur | 3.427 kg |
Steinbítur | 331 kg |
Samtals | 10.648 kg |
10.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 928 kg |
Ufsi | 29 kg |
Samtals | 957 kg |
10.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 472 kg |
Ýsa | 463 kg |
Þorskur | 336 kg |
Langa | 191 kg |
Keila | 21 kg |
Karfi | 12 kg |
Hlýri | 9 kg |
Samtals | 1.504 kg |