Synda gegn straumnum og veðja á handflökun

Marcin Sokolwski, verkstjóri í Hólmaskeri, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, …
Marcin Sokolwski, verkstjóri í Hólmaskeri, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og Albert Erluson framkvæmdastjóri Hólmaskers. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Vinnslustöðvarinnar hf. á 75% hlutafjár í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði, að því er fram kemur í færslu á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Eins og fram kom í umfjöllun 200 mílna í síðasta mánuði hafði Hólmasker áður keypt rekstur fiskvinnslunnar Stakkholts ehf. en við það var allt starfsfólk ráðið til starfa hjá Hólmaskeri. Helsta áhersla fyrirtækisins er að handflaka ýsu, frysta og selja til austurstrandar Bandaríkjanna.

Með kaupum Vinnslustöðvarinnar á Hólmaskeri mun hafnfirska fiskvinnslan í auknum mæli kaupa hráefni af skipum nýja móðurfélagsins á markaðsverði.

„Í byrjun þessarar viku var til að mynda unninn ýsa úr Drangavík VE og síðan úr Breka VE. Handflakarar af báðum kynjum skáru eins og enginn væri morgundagurinn. […] Þrautvant fólk sem unun var að horfa á flaka. Þau hafa verið í þessu árum og áratugum saman og kunna sitt fag,“ segir í færslu Vinnslustöðvarinnar.

Fiskiflökin eru handflökuð.
Fiskiflökin eru handflökuð. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Önnur vara en vélflakaður fiskur

„Við fetum hér inn á nýjar og spennandi brautir en um leið förum við gegn straumnum í sjávarútvegi með því að veðja á handflökun. Það er þá hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem við gerum það og má minna á að við fórum líka gegn straumnum með því að velja blástursfrystingu fyrir nýja uppsjávarfrystihúsið okkar og með því að láta smíða togara í Kína. Hvoru tveggja reyndust farsælar ákvarðanir,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í færslunni.

„Handflakaður fiskur er önnur vara en vélflakaður og þar liggja tækifæri sem við munum spreyta okkur á að nýta í öðrum fisktegundum en ýsu í Frakklandi, Þýskalandi og víðar.“

Ljósmynd/Vinnslustöðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »