Sjónarmið áhafnarinnar ómissandi

Páll S. Helgason og Óskar Pétursson hjá stálsmiðjunni Klaka hf. …
Páll S. Helgason og Óskar Pétursson hjá stálsmiðjunni Klaka hf. í Kópavogi. Ljósmynd/Klaki

Töluverð áskorun felst í því að hanna og koma upp öflugri vinnslu á millidekki á togurum, enda eru gerðar miklar kröfur til vinnslugetu og sveigjanleika og er það ekki undantekning á nýjum Baldvini Njálssyni.

„Það var mikið lagt upp úr hönnuninni á þessu millidekki og lögð áhersla á að einfalda allt eins og hægt er og bjóða upp á mikinn sveigjanleika svo hægt sé að vinna ólíkar fisktegundir,“ segir Páll S. Helgason, róbótaverkfræðingur og vélfræðingur hjá Klaka hf.

„Vinnsla um borð í frystitogara er frábrugðin vinnslu í frystihúsi að því leyti að vinnslan í frystitogara þarf að geta unnið allar tegundir, stærðir og gerðir á sama tíma, en frystihús getur ákveðið að vinna til dæmis þorsk fyrir hádegi og ýsu eftir hádegi. Sem sagt einbeitt sér að einni tegund í einu og gert það rosalega vel,“ útskýrir hann.

Er ekki töluvert föndur að koma þessu fyrir?

„Það er eiginlega magnað hverju er hægt að troða í svona skip og hverju er hægt að afkasta. Þetta er mikil vinna og það verður að vinna í mjög nánu samstarfi við áhöfnina. Það er lykilatriði í að ná að standa vel að því að setja upp svona vinnslu að áhöfnin komi að hönnuninni og komi með sína sýn, því það eru þeir sem standa við þessi tæki og vita hvar flöskuhálsarnir geta verið.“

Þrívíddarmyndir eru mikilvægur hlekkur í hönnun millidekksins en sjónarmið áhafnar …
Þrívíddarmyndir eru mikilvægur hlekkur í hönnun millidekksins en sjónarmið áhafnar hefur skipt miklu máli í ferlinu. Mynd/Klaki

Sérstakir sjóhausarar

Millidekkið á Baldvini Njálssyni er fullhlaðið nýjungum og eru þar tveir hausarar og flökunarvél frá Curio. Hausararnir eru ný tegund af sjóhausurum sem eiga að geta hentað vel fyrir mikinn fjölbreytileika tegunda að sögn Páls.

„Þá var mikið gert til að tryggja að göngurými og vinnuaðstaða væri eins góð og kostur er á. Þetta á eftir að afkasta rosalega miklu. Það er hugsað út í að fækka handtökum eins og mögulegt er þannig að menn geti beitt kröftum sínum mest þar sem þeirra er þörf á hverjum tíma. Það er snyrtiaðstaða fyrir átta í áhöfn til að snyrta flök. Það er lóðrétt frystitæki. Gólfið er úr ryðfríu stáli. Allt rafmagn er sett á bak við loftaklæðningu. Allur frágangur er rosalega flottur.“

Baldvin Njálsson kom til Keflavíkur á þriðjudag.
Baldvin Njálsson kom til Keflavíkur á þriðjudag. mbl.is/Sigurður Bogi

Dælur í flutning og þvott

Um borð eru fiskidælur frá Klaka og færa þær fiskinn á þann stað sem hann á að fara en á meðan er hann umlukinn sjó. Með þessu þvæst hann vel á leiðinni og má segja að tvær flugur náist í einu höggi. Síðan eru sjö flokkunarkör með sjó eða krapa, sem geta tekið við fiski áður en hann er flakaður.

Á meðan Klaki hf. annaðist vinnsluna kom Optimar að frystingu, pakkningu og hleðslukerfinu á millidekkinu en þar er meðal annars bitaflokkari frá Marel. „Það er búið að reyna að ná í það besta af öllu,“ segir Páll.

„Það eru tveir sjálfvirkir frystar og eru pakkar fluttir sjálfvirkt inn á vöruhótel. Þar er þetta flokkað og staflað í hillur. Þegar safnað hefur verið af valinni tegund sem fyllir bretti er það keyrt sjálfvirkt inn í pökkun þar sem það er pakkað og sent niður í lest. Þetta er allt sjálfvirkt,“ bætir hann við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »