Stórir þyrludrónar til landsins á næsta ári

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftiorlitsgetu stofnunarinnar geta stóraukist með …
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftiorlitsgetu stofnunarinnar geta stóraukist með notkun þyrludróna. mbl.is/Árni Sæberg

Stefnt er að því að Landhelgisgæslan taki í notkun öfluga þyrludróna í tilraunaskyni í fjóra mánuði á næsta ári. Þessi loftför verða gerð út frá varðskipunum og er hægt að stýra þeim úr 50 kílómetra fjarlægð. Þetta kemur fram í viðtali við Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, í blaði 200 mílna sem fylgdi Morgunblaðinu um helgina.

„Við höfum unnið að því hörðum höndum að fá slíkt tæki um borð í tilraunaskyni í samstarfi við EMSA, siglingaöryggisstofnun Evrópu, sem hefur tekið vel í beiðnina. Dróninn sem við gerum ráð fyrir að fá er af gerðinni Schiebel S-100. Hann er 3,2 metrar að lengd og vegur 200 kg. Tækið getur flogið í um 50 km frá varðskipinu og í um 3.000 feta hæð. Drónanum yrði stýrt frá skipinu en myndbandi, staðsetningu og fleiru yrði streymt í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð,“ segir Georg í viðtalinu.

Schiebel Camcopter S-100 þyrludróni - Landhelgisgæslan
Schiebel Camcopter S-100 þyrludróni - Landhelgisgæslan Ljósmynd/Stahlkocher

„Þetta er afar spennandi verkefni. Við fengum mannlaust flygildi í samstarfi við EMSA hingað til lands árið 2019 sem gert var út frá Egilsstaðaflugvelli. Það gekk vel og við bindum miklar vonir við að þyrludróni frá varðskipi gefi sömuleiðis góða raun,“ útskýrir hann.

Georg telur tæki sem þessi geta stóraukið eftirlitsgetu Landhelgisgæslunnar. Ennig megi „leiða líkum að því að eldsneyti sparist þar sem ekki þarf að sigla milli skipa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg
25.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.972 kg
Þorskur 481 kg
Keila 384 kg
Karfi 296 kg
Hlýri 98 kg
Samtals 3.231 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg
25.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.972 kg
Þorskur 481 kg
Keila 384 kg
Karfi 296 kg
Hlýri 98 kg
Samtals 3.231 kg

Skoða allar landanir »