Telja sig ranglega sakaða um dauða 1.400 sela

Selastofninn stækkar, en grásleppusjómenn telja að þeir séu ranglega sakaðir …
Selastofninn stækkar, en grásleppusjómenn telja að þeir séu ranglega sakaðir um að valda dauða tæplegfa 1.400 sela á ári hverju. Sigurður Ægisson

Mikil ólga er meðal grásleppusjómanna vegna stofnmats og ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar í tengslum við landselinn. Telja þeir stofnunina leggja fram illa rökstuddar upplýsingar um áhrif grásleppuveiða og að tölur séu á skjön við upplýsingar úr eftirliti Fiskistofu. Óttast grásleppusjómenn að fullyrðingar Hafrannsóknastofnunar um fjölda dýra sem veiðast í grásleppunet verði til þess að veiðarnar verði bannaðar.

Í síðasta mánuði kynnti stofnunin nýja ráðgjöf vegna landsels við Íslandsstrendur. Þar kom fram að landsel hefur fjölgað um 9% milli áranna 2018 og 2020. Samkvæmt stofnmati 2020 var fjöldi landsela metinn 10.319 dýr og er stofninn því 69% minni en árið 1980 og 14% undir markmiðum stjórnvalda um að hann telji 12 þúsund dýr.

„Afföll vegna óbeinna veiða (meðafli við fiskveiðar) eru umtalsverð og líklegt að helsta dánarorsök íslenskra landsela sé vegna þess. Takmörkuð gögn eru til um óbeinar veiðar, en mat sem unnið er úr gögnum sem safnað er af veiðieftirlitsmönnum og úr stofnmælingu með þorskanetum bendir til að á árunum 2014-2018 hafi að meðaltali veiðst 1.389 landselir árlega í grásleppunet. Metinn meðafli landsels í þorskanet og botnvörpu er mun minni og mun meiri óvissa er í kringum matið í þau veiðarfæri. Á árunum 2014-2018 er áætlað að 15 selir hafi veiðst í þorskanet árlega og 17 landselir í botnvörpu,“ segir í ráðgjöfinni.

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir tölur Hafrannsóknastofnunar ekki standast …
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir tölur Hafrannsóknastofnunar ekki standast skoðun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fiskistofa sá ekki einn sel

„Miðað við aldursdreifingu í selastofninum samkvæmt gögnum Hafrannsóknastofnunar og fleiri líffræðilega þætti sem hljóta að liggja til grundvallar í módelum vísindamanna er mér útilokað að skilja að stofn geti stækkað sem er veiddur upp á örfáum árum samkvæmt þessum tölum,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda.

„Við höfum talsverðar áhyggjur af því að þessi aðferðafræði og nálgun í selarannsóknum Hafrannsóknastofnunar standist ekki nánari skoðun,“ segir hann og fullyrðir að tölur Hafrannsóknastofnunar séu hreinar ágiskanir. „Því miður kemur það fyrir að þessi grey koma í grásleppunetin,“ bætir Arthur við, en í mun minna magni en gefið er til kynna í skýrslum.

Arthur segir drónaeftirlit Fiskistofu sanna að tölur um fjölda sela …
Arthur segir drónaeftirlit Fiskistofu sanna að tölur um fjölda sela í grásleppunetum hafi verið rangar. mbl.is/Árni Sæberg

Arthur kveðst hafa leitað til Fiskistofu og þar hafi hann fengið þær upplýsingar að drónaeftirlit stofnunarinnar hafi farið í 88 yfirflug þar sem fylgst var með grásleppuveiðum. Vertíðin stóð í 35 daga og tóku 130 bátar þátt í henni, margir töluvert færri daga en aðrir. „Í öllu þessu yfirflugi hefur ekki sést einn einasti grásleppubátur taka sel inn fyrir eða losa í síðu báts. En miðað við þessa tölu [Hafrannsóknastofnunar] um að verið sé að drepa 1.400 seli á vertíð hafa [sjómenn] haft nóg að gera í að losa sel og farga.“

Hann segir aðeins hægt að skýra stöðuna með því að stærð selastofnsins sé vanmetin, veiði sela í grásleppunet sé stórlega ofmetin eða hvoru tveggja.

Undanfari banns

Um nokkurt skeið hefur mikil óvissa verið tengd útflutningi sjávarafurða til Bandaríkjanna í kjölfar þess að yfirvöld þar vestra ákváðu að stöðva innflutning afurða frá þeim ríkjum þar sem sjávarspendýr eru meðafli veiða. Bannið átti að taka gildi um áramótin en gildistökunni var í fyrra frestað til 1. janúar 2023.

Grásleppusjómenn hafa áhyggjur af því að tölur Hafrannsóknastofnunar gefi ranga mynd af veiðunum. „Við höfum bullandi áhyggjur af því að þetta sé undanfari þess að þessar veiðar verði hreinlega bannaðar eða eitthvað í þeim dúr, því hótanir Bandaríkjamanna hafa hangið yfir hausnum á mönnum í langan tíma. Þeir hafa sett svo lág mörk varðandi meðafla að í sambandi við selinn er ekki nokkur einasta leið að fullnægja þeim viðmiðum önnur en að hreinlega stöðva þessar veiðar,“ útskýrir Arthur.

„Ég geri þá kröfu að Hafrannsóknastofnun fari að útskýra þetta betur og þar að auki held ég að þeir þurfi að draga til baka þessa aðferðafræði sem þeir hafa notað. Þeir telja eitthvert meðaltal á einhverju ákveðnu svæði þar sem er þekkt að það sé meira af sel sem meðafla í grásleppunet og því er margfaldað á öll útgefin veiðileyfi. Þessi aðferðafræði er svo stjörnugalin að það er alveg spurning hvað mönnum gengur til annað en að koma einhverju óorði á grásleppukarla,“ segir formaðurinn að lokum.

Löndun grásleppu við Reykjavíkurhöfn.
Löndun grásleppu við Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 612,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 413,58 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 612,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 413,58 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 7.579 kg
Ýsa 3.346 kg
Samtals 10.925 kg
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg

Skoða allar landanir »