Tækjakosturinn aldrei betri en nú

Georg Lárusson Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar
Georg Lárusson Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar mbl.is/Árni Sæberg

Viðburðaríkt ár er að baki hjá Land­helg­is­gæsl­unni og hafa átt sér stað mikl­ar um­bæt­ur á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Unnið er að bygg­ingu nýs flug­skýl­is, sex þyrlu­áhafn­ir voru starf­andi allt árið og til lands­ins kom nýtt varðskip. For­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar tel­ur stofn­un­ina aldrei hafa búið yfir öfl­ugri tækja­kosti en nú.

„Óhætt er að segja að árið sem nú er að líða hafi verið afar eft­ir­minni­legt og tíðinda­mikið hjá Land­helg­is­gæslu Íslands,“ svar­ar Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, spurður hvað standi upp úr á starfs­ár­inu sem er að ljúka.

Varðskipið Freyja kom til Siglufjarðar í fyrsta sinn 6. nóvember.
Varðskipið Freyja kom til Siglu­fjarðar í fyrsta sinn 6. nóv­em­ber. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Það sem helst stend­ur upp úr eru þær fram­far­ir sem orðið hafa á aðbúnaði Land­helg­is­gæsl­unn­ar á ár­inu og mörg tíma­bær fram­fara­skref voru stig­in í átt að bættu ör­yggi þjóðar­inn­ar. Ligg­ur þar bein­ast við að nefna að í upp­hafi árs­ins hvarflaði ekki að nokkr­um manni að nýtt varðskip yrði komið í flota Land­helg­is­gæsl­unn­ar áður en árið væri á enda en með fram­sýni, elju og fram­taks­semi stjórn­valda og starfs­manna Land­helg­is­gæsl­unn­ar tókst að finna vel búið og öfl­ugt skip sem nú er orðið sér­út­búið til að sinna lög­gæslu, leit og björg­un á krefj­andi hafsvæðum um­hverf­is Ísland.

Þá var það sömu­leiðis mikið fagnaðarefni að skipið fengi heima­höfn á Sigluf­irði. Það eitt og sér er lík­leg­ast stærsta áþreif­an­lega skref sem ís­lensk stjórn­völd hafa stigið í átt að auknu ör­yggi á norður­slóðum, fyr­ir lands­byggðina og sjófar­end­ur um allt land.“

Bætt aðstaða og sex áhafn­ir

Samþykkt var á ár­inu að byggja nýtt flug­skýli á Reykja­vík­ur­flug­velli og tel­ur Georg það marka tíma­mót í sögu flugrekstr­ar hjá stofn­un­inni. „Sann­kölluð bylt­ing í aðbúnaði starfs­fólks flug­deild­ar­inn­ar,“ seg­ir hann og út­skýr­ir að með öfl­ugri ör­ygg­is­tækj­um og aukn­um ör­yggis­kröf­um hafi þarf­ir Land­helg­is­gæsl­unn­ar breyst. Kveðst hann sann­færður um að með nýju flug­skýli verði flug­deild stofn­un­ar­inn­ar tryggð viðun­andi aðstaða sem upp­fyll­ir kröf­ur nú­tím­ans.

„Á ár­inu var sömu­leiðis lokið við að inn­leiða þyrlu­flot­ann þegar þriðja þyrl­an af gerðinni Air­bus Super Puma H225 kom til lands­ins og þar með rúmuðust loft­för Land­helg­is­gæsl­unn­ar ekki leng­ur fyr­ir í gamla skýl­inu sem byggt var af breska flug­hern­um árið 1942. Þeir sem átt hafa leið fram hjá Reykja­vík­ur­flug­velli hafa ef­laust séð hversu hratt og vel fram­kvæmd­ir hafa gengið. Jarðvinna er langt kom­in. Stefnt er að því að skýlið verði reist í vor og verður von­andi til­búið til notk­un­ar með tengi­bygg­ingu fyr­ir næsta vet­ur.“

Viðbragðsgeta stofn­un­ar­inn­ar hef­ur verið með besta móti að sögn Georgs sem bend­ir meðal ann­ars á að allt árið 2021 hafi stofn­un­in haft sex þyrlu­áhafn­ir sem hann full­yrðir að auki ör­yggi sjófar­enda enn frek­ar.

Viðbragðsgetan er sögð hafa batnað til muna.
Viðbragðsget­an er sögð hafa batnað til muna. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Aldrei jafn vel búin

„Land­helg­is­gæsl­an hef­ur aldrei verið jafn vel tækj­um búin og fyr­ir það erum við afar þakk­lát. Ég held að það megi al­veg full­yrða að árið 2021 sé eitt viðburðarík­asta ár í sögu Land­helg­is­gæsl­unn­ar sé litið til fram­fara í aðbúnaði starfs­fólks og auk­inn­ar björg­un­ar­getu þjóðar­inn­ar. Tækja­kost­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur aldrei verið öfl­ugri en nú. Við hjá Land­helg­is- gæsl­unni erum þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að hingað hef­ur val­ist af­burðafólk, árið hef­ur verið krefj­andi en verk­efn­in hafa verið leyst af mikl­um sóma“

Áttuðu sig ekki á aldri Týs

Varðskipið Týr lauk síðustu eft­ir­lits­ferð sinni fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una 15. nóv­em­ber, en í stað Týs kom varðskipið Freyja og hafa mikl­ar um­bæt­ur fylgt henni fyr­ir ör­yggi sjófar­enda að sögn for­stjór­ans.

„Við áttuðum okk­ur ekki á því hvað hitt skipið var orðið gam­alt fyrr en við feng­um Freyju. Nú hef­ur Land­helg­is­gæsl­an á að skipa tveim­ur öfl­ug­um varðskip­um sem geta brugðist við ef hætta steðjar að stór­um skip­um sem sigla hér við land. Með heima­hafn­ir í Reykja­vík og á Sigluf­irði hef­ur viðbragðsgeta Land­helg­is­gæsl­unn­ar um­hverf­is landið verið auk­in og hæg­ara er um vik að tryggja ör­yggi sjófar­enda, lands­manna og auðlinda í hafi,“ seg­ir Georg.

„Land­helg­is­gæsl­an var lán­söm að fyr­ir val­inu varð skip sem er að miklu leyti sam­bæri­legt varðskip­inu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en skipið býr til að mynda yfir meiri drátt­ar­getu en Þór. Á þá getu Freyju hef­ur nú þegar reynt en í lok nóv­em­ber var flutn­inga­skipið Francisca dregið frá Straums­vík norður á Ak­ur­eyri og þetta fyrsta verk­efni Freyju sýndi okk­ur hver get­an er á neyðar­stund. Við erum í sjö­unda himni með varðskipið Freyju.“

Týr var tekinn í slipp æi vor og kom meðal …
Týr var tek­inn í slipp æi vor og kom meðal ann­ars í ljós að önn­ur vél­in væri ónot­hæf. mbl.is/​sisi

Georg seg­ir Tý hafa þjónað þjóðinni og Land­helg­is­gæsl­unni vel í gegn­um árin og hafi áhafn­ir skips­ins unnið mörg þrek­virki á þeim 46 árum sem skipið var í þjón­ustu stofn­un­ar­inn­ar. „Ligg­ur þar bein­ast við að nefna vask­lega fram­göngu áhafn­ar­inn­ar á Tý í síðasta þorska­stríðinu auk margra annarra af­reka. Skipið er barn síns tíma og kröf­ur nú­tím­ans eru allt aðrar og meiri en uppi voru fyr­ir nær hálfri öld. Næstu skref eru í hönd­um stjórn­valda og Rík­is­kaupa en við ger­um ráð fyr­ir því að Týr verði aug­lýst­ur til sölu snemma á næsta ári.“

Freyja hef­ur óneit­an­lega bætt viðbragðsgetu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á haf­inu en nauðsyn­legt er að bæta við þriðju áhöfn­inni til þess að hægt verði að há­marka nýt­ingu varðskip­anna tveggja, út­skýr­ir Georg. „Með því að hafa á þrem­ur varðskipsáhöfn­um að skipa í stað tveggja væri hægt að fjölga út­halds­dög­um til muna og um leið auka eft­ir­lit með efna­hagslög­sög­unni.“

Stór­ir þyrlu­drón­ar

Unnið hef­ur verið að því að styðjast í aukn­um mæli við tækninýj­ung­ar í starfi Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Spurður hvort nýj­unga sé að vænta í þeim efn­um á næst­unni kveðst Georg bjart­sýnn á að þyrlu­drón­ar komi til lands­ins í vor eða næsta sum­ar. Þessi loft­för verða síðan gerð út frá varðskip­un­um í til­rauna­skyni í fjóra mánuði.

„Við höf­um unnið að því hörðum hönd­um að fá slíkt tæki um borð í til­rauna­skyni í sam­starfi við EMSA, sigl­inga­ör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu, sem hef­ur tekið vel í beiðnina. Drón­inn sem við ger­um ráð fyr­ir að fá er af gerðinni Schie­bel S-100. Hann er 3,2 metr­ar að lengd og veg­ur 200 kíló. Tækið get­ur flogið í um 50 km frá varðskip­inu og í um 3.000 feta hæð,“ út­skýr­ir hann.

Drón­an­um yrði stýrt frá skip­inu en mynd­bandi, staðsetn­ingu og fleiru yrði streymt í stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar í Skóg­ar­hlíð. Þetta er afar spenn­andi verk­efni.

„Við feng­um mann­laust flygildi í sam­starfi við EMSA hingað til lands árið 2019 sem gert var út frá Eg­ilsstaðaflug­velli. Það gekk vel og við bind­um mikl­ar von­ir við að þyrlu­dróni frá varðskipi gefi sömu­leiðis góða raun. Með tæki sem þessu get­ur eft­ir­lits­geta Land­helg­is­gæsl­unn­ar verið auk­in til muna og leiða má lík­um að því að eldsneyti spar­ist þar sem ekki þarf að sigla milli skipa.“

Schiebel Camcopter S-100 þyrludróni - Landhelgisgæslan
Schie­bel Camcopter S-100 þyrlu­dróni - Land­helg­is­gæsl­an Ljós­mynd/​Stahlkocher

Átak gegn brott­kasti

Það er hins veg­ar ekki ein­ung­is Land­helg­is­gæsl­an sem styðst við dróna við eft­ir­lits­störf sín og tók Fiski­stofa í notk­un dróna í janú­ar. Drón­arn­ir eru notaðir til fisk­veiðieft­ir­lits, en geta aðeins verið notaðir úr 15 kíló­metra fjar­lægð og hef­ur Fiski­stofa því leitað til Land­helg­is­gæsl­unn­ar í þeim til­gangi að eiga sam­starf um að stýra drón­um sín­um frá varðskip­un­um.

Georg kveðst ánægður með sam­starfið. „Í sum­ar voru eft­ir­lits­menn á veg­um Fiski­stofu um borð í varðskip­inu Tý í tveim­ur eft­ir­lits­ferðum. Þar voru gerðar til­raun­ir með notk­un dróna frá varðskip­inu og þær gengu von­um fram­ar og reynsla fékkst á sam­starfið og út­gerð dróna frá skip­inu. Land­helg­is­gæsl­an og Fiski­stofa hafa hafa hug á því í ná­inni framtíð að ráðast í stór­átak og þar horf­um við sér­stak­lega til brott­kasts.“

Viðtalið við Georg Lárus­son var fyrst birt í blaði 200 mílna sem fylgdi Morg­un­blaðinu 11. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 537,39 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,47 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,12 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 255,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 537,39 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,47 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,12 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 255,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »