Flóðið olli miklu tjóni í Grindavík

Sjór flæddi yfir bryggjuna í Grindavík og inn í frystihús …
Sjór flæddi yfir bryggjuna í Grindavík og inn í frystihús Vísis. Tjónið er verulegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljóst er að tugmilljóna króna tjón varð á afurðum hjá Vísi hf. í Grindavík í flóðinu á fimmtudag í síðustu viku, að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar framkvæmdastjóra. Ástand afurðanna verður metið nákvæmlega í vikunni.

„Frystigeymsla, fiskvinnsluvélar og annar búnaður og húsin sluppu, fyrir utan einhverjar innréttingar. Það virðast ekki hafa orðið skemmdir á gólfi frystisins eða vatn hafa farið í það. Rafmagninu var slegið út og rafmagnstöflur og spennistöðvar skemmdust ekki. Fiskvinnsluvélarnar standa líka hátt og sluppu en það þurfti að þrífa þetta allt,“ sagði Pétur.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf.
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins

Áætlað er að skoða þurfi ástand um þriðjungs afurðanna sem voru í frystinum og lenti í flóðinu. Því voru um 50-70 tonn af fullunninni vöru tekin frá til frekari skoðunar. Meirihluti afurðanna í frystinum var óskemmdur og strax fluttur í aðra frystigeymslu.

Vinnsla lá niðri hjá Vísi hf. á fimmtuag. Unnið var að því fram á rauða nótt að hreinsa til eftir flóðið, yfirfara búnað og gera allt klárt. Hægt var að hefja vinnslu aftur með fullum afköstum að morgni föstudags.

„Flóðið var meira og sneggra en við áttum von á,“ sagði Pétur. „Við ætlum að funda með bæjarstjórn og hafnaryfirvöldum og fara yfir það sem gerðist og hvers vegna.“

Ætla að styrkja varnargarðana

„Sjóvarnargarðarnir eru samstarfsverkefni bæjarins og Vegagerðarinnar. Hún stendur straum af kostnaðinum að langmestu leyti,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Hann sagði að farið yrði yfir skemmdir á næstu dögum og lögð á ráðin um viðgerðir á görðunum.

Gerðar hafa verið verkáætlanir um styrkingu varnargarðanna, bæði framan við kaupstaðinn og beggja vegna við, þar á meðal við golfvöllinn. Sjóvarnargarðurinn nær alla leið austur að Festarfjalli. Fannar sagði að styrkja þyrfti garðinn og laga á köflum. Hann sagði lágan loftþrýsting, háa sjávarstöðu og áhlaðanda í fyrradag hafa valdið meira álagi en elstu menn muna. Ölduhæðin hefði verið ofboðsleg og gríðarlegt afl í sjónum.

„Við reynum að hafa sjóvarnirnar traustastar þar sem mannvirkin eru, bærinn og höfnin,“ sagði Fannar. „Við reynum líka að styrkja ströndina annars staðar vegna landbrots sem er meðal annars framan við golfvöllinn.“

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 538,46 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 583,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 313,29 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,26 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 6.549 kg
Þorskur 232 kg
Sandkoli 116 kg
Skarkoli 32 kg
Samtals 6.929 kg
5.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.064 kg
Karfi 223 kg
Samtals 1.287 kg
5.11.24 Þröstur ÓF 42 Handfæri
Þorskur 490 kg
Samtals 490 kg
5.11.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Ýsa 5.626 kg
Þorskur 5.114 kg
Keila 70 kg
Langa 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 10.824 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 538,46 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 583,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 313,29 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,26 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 6.549 kg
Þorskur 232 kg
Sandkoli 116 kg
Skarkoli 32 kg
Samtals 6.929 kg
5.11.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.064 kg
Karfi 223 kg
Samtals 1.287 kg
5.11.24 Þröstur ÓF 42 Handfæri
Þorskur 490 kg
Samtals 490 kg
5.11.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Ýsa 5.626 kg
Þorskur 5.114 kg
Keila 70 kg
Langa 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 10.824 kg

Skoða allar landanir »