Varðskipið Þór til eftirlitsstarfa eftir viðgerð

Viðhald varðskipsins Þórs tók lengri tíma en upphaflega var áætlað.
Viðhald varðskipsins Þórs tók lengri tíma en upphaflega var áætlað. mbl.is/Árni Sæberg

Viðgerð á varðskipinu Þór er að ljúka. Skipið er orðið útkallshæft og lætur úr höfn í Reykjavík á morgun, föstudag. Viðgerðinni lýkur svo að fullu í næstu viku.

Eins og fram hefur komið hér í blaðinu uppgötvaðist vatnsleki í nokkrum strokkum beggja aðalvéla Þórs þegar skipið var í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði seint á síðasta ári. Í kjölfarið var ákveðið að yfirfara vélarnar og standsetja, en Þór er 10 ára gamalt skip. Viðeigandi varahlutir voru pantaðir að utan.

Kostnaður við viðhaldið á Þór er 15-20 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Gæslan ber þann kostnað enda er um hefðbundið viðhald að ræða.

Hið nýja varðskip Freyja hefur verið við eftirlitsstörf á miðunum undanfarið og er væntanlegt til hafnar í Siglufirði síðdegis í dag.

Freyja lagði úr höfn frá Reykjavík hinn 23. nóvember sl. í jómfrúarferð sína. Upphaflega stóð til að Þór leysti Freyju af hólmi 7. desember síðastliðinn, en ekki gat orðið af því vegna þess hve vinnan við Þór dróst á langinn. Úthald Freyju var því mun lengra en upphaflega var ráðgert. Freyja fékk mörg verkefni fyrstu vikurnar. Skipið þurfti m.a. að taka fjögur skip í tog. Það kom sér vissulega vel að Freyja er með mestu dráttargetu íslenskra skipa, eða allt að 200 tonnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »