Lægsta boð 18 milljónir fyrir tvö varðskip

Varðskipin Týr og Ægir hafa verið til sölu en aðeins …
Varðskipin Týr og Ægir hafa verið til sölu en aðeins tvö tilboð báurst í þau. Mikill munur er á þeim. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Alls mun­ar 107 millj­ón­um á þeim tveim­ur til­boðum sem bár­ust í varðskip­in Tý og Ægi, sem hafa verið á sölu frá síðasta hausti. Hæsta til­boðið nem­ur 125 millj­ón­um króna fyr­ir bæði skip­in en hitt aðeins 125 þúsund evr­um, jafn­v­irði 18 millj­óna króna. Verið er að skoða mögu­leika á gerð samn­ings við hæst­bjóðanda.

Þetta kem­ur fram í svari Rík­is­kaupa vegna fyr­ir­spurn­ar 200 mílna.

Sagt var frá því í Morg­un­blaðinu í síðasta mánuði að aðeins full­trú­ar tveggja aðila mættu til að skoða skip­in. Fóru skoðun­ar­ferðir um Tý og Ægi fram í des­em­ber 2021 og byrj­un janú­ar 2022.

„Að lokn­um aug­lýs­inga­fresti bár­ust tvö til­boð í skip­in. Ann­ars veg­ar til­boð sem nem­ur 125 millj­ón­um ís­lenskra króna fyr­ir bæði skip­in og hins veg­ar til­boð sem nem­ur 125.000 evr­um. Verið er að leggja mat á áfram­hald­andi samn­ings­grund­völl við hæst­bjóðanda,“ seg­ir í svari Rík­is­kaupa.

Benda Rík­is­kaup á að sölu­ferlið sé markaðskönn­un þar sem óskað er eft­ir til­boðum en til­boðin séu ekki skuld­bind­andi fyrr en nást samn­ing­ar um sölu.

Fjög­ur sýndu áhuga fyr­ir ári

Varðskipið Ægir var smíðað í Ála­borg 1968 og er 70,1 metri að lengd, og 10 metr­ar á breidd. Týr var smíðaður í Árós­um 1975 og er 71,5 metr­ar að lengd og 10 metr­ar á breidd.

Í byrj­un síðasta árs gáfu fjög­ur fyr­ir­tæki sig fram þegar Rík­is­kaup óskuðu eft­ir til­boðum og góðum hug­mynd­um um nýt­ingu Ægis. Meðal hug­mynda var að nýta skipið fyr­ir snjóflóðasafn á Flat­eyri, en ekk­ert varð úr þeim áform­um.

Ægir hef­ur ekki verið í þjón­ustu fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una um tíma en aðeins ár er frá því ákveðið var að finna annað skip í stað Týs. Var sú ákvörðun tek­in í kjöl­far þess að upp­götvaðist að vél sem stýr­ir skrúfu­búnaði skips­ins var illa skemmd. Jafn­framt kom í ljós að tveir af tönk­um skips­ins voru mikið skemmd­ir sök­um tær­ing­ar og var því ekki talið svara kostnaði að gera við Tý.

Lauk Týr sinni síðustu ferð í nóv­em­ber á síðasta ári.

Aldrei bet­ur búin

Í fram­haldi af ákvörðun um að leggja Tý hófst leit að nýju varðskipi. Var á end­an­um valið þjón­ustu­skip úr ol­íuiðnaði sem gerðar voru breyt­ing­ar á. Skipið fékk síðan nafnið Freyja og er gert út frá Sigluf­irði.

Sam­hliða því að fest voru kaup á nýju skipi hef­ur Land­helg­is­gæsl­an einnig eflt þyrlu­kost sinn og var haft eft­ir Georg Lárus­syni, for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í viðtali í blaði 200 mílna í des­em­ber að stofn­un­in hafi lík­lega aldrei verið jafn vel búin og nú.

„Land­helg­is­gæsl­an hef­ur aldrei verið jafn vel tækj­um búin og fyr­ir það erum við afar þakk­lát. Ég held að það megi al­veg full­yrða að árið 2021 sé eitt viðburðarík­asta ár í sögu Land­helg­is­gæsl­unn­ar sé litið til fram­fara í aðbúnaði starfs­fólks og auk­inn­ar björg­un­ar­getu þjóðar­inn­ar,“ sagði Georg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »