Lægsta boð 18 milljónir fyrir tvö varðskip

Varðskipin Týr og Ægir hafa verið til sölu en aðeins …
Varðskipin Týr og Ægir hafa verið til sölu en aðeins tvö tilboð báurst í þau. Mikill munur er á þeim. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Alls munar 107 milljónum á þeim tveimur tilboðum sem bárust í varðskipin Tý og Ægi, sem hafa verið á sölu frá síðasta hausti. Hæsta tilboðið nemur 125 milljónum króna fyrir bæði skipin en hitt aðeins 125 þúsund evrum, jafnvirði 18 milljóna króna. Verið er að skoða möguleika á gerð samnings við hæstbjóðanda.

Þetta kemur fram í svari Ríkiskaupa vegna fyrirspurnar 200 mílna.

Sagt var frá því í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að aðeins fulltrúar tveggja aðila mættu til að skoða skipin. Fóru skoðunarferðir um Tý og Ægi fram í desember 2021 og byrjun janúar 2022.

„Að loknum auglýsingafresti bárust tvö tilboð í skipin. Annars vegar tilboð sem nemur 125 milljónum íslenskra króna fyrir bæði skipin og hins vegar tilboð sem nemur 125.000 evrum. Verið er að leggja mat á áframhaldandi samningsgrundvöll við hæstbjóðanda,“ segir í svari Ríkiskaupa.

Benda Ríkiskaup á að söluferlið sé markaðskönnun þar sem óskað er eftir tilboðum en tilboðin séu ekki skuldbindandi fyrr en nást samningar um sölu.

Fjögur sýndu áhuga fyrir ári

Varðskipið Ægir var smíðað í Álaborg 1968 og er 70,1 metri að lengd, og 10 metrar á breidd. Týr var smíðaður í Árósum 1975 og er 71,5 metrar að lengd og 10 metrar á breidd.

Í byrjun síðasta árs gáfu fjögur fyrirtæki sig fram þegar Ríkiskaup óskuðu eftir tilboðum og góðum hugmyndum um nýtingu Ægis. Meðal hugmynda var að nýta skipið fyrir snjóflóðasafn á Flateyri, en ekkert varð úr þeim áformum.

Ægir hefur ekki verið í þjónustu fyrir Landhelgisgæsluna um tíma en aðeins ár er frá því ákveðið var að finna annað skip í stað Týs. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að uppgötvaðist að vél sem stýrir skrúfubúnaði skipsins var illa skemmd. Jafnframt kom í ljós að tveir af tönkum skipsins voru mikið skemmdir sökum tæringar og var því ekki talið svara kostnaði að gera við Tý.

Lauk Týr sinni síðustu ferð í nóvember á síðasta ári.

Aldrei betur búin

Í framhaldi af ákvörðun um að leggja Tý hófst leit að nýju varðskipi. Var á endanum valið þjónustuskip úr olíuiðnaði sem gerðar voru breytingar á. Skipið fékk síðan nafnið Freyja og er gert út frá Siglufirði.

Samhliða því að fest voru kaup á nýju skipi hefur Landhelgisgæslan einnig eflt þyrlukost sinn og var haft eftir Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, í viðtali í blaði 200 mílna í desember að stofnunin hafi líklega aldrei verið jafn vel búin og nú.

„Landhelgisgæslan hefur aldrei verið jafn vel tækjum búin og fyrir það erum við afar þakklát. Ég held að það megi alveg fullyrða að árið 2021 sé eitt viðburðaríkasta ár í sögu Landhelgisgæslunnar sé litið til framfara í aðbúnaði starfsfólks og aukinnar björgunargetu þjóðarinnar,“ sagði Georg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »