Olíukaup Gæslunnar í Færeyjum gagnrýnd

Olíukaup Landhelgisgæslunnar í Færeyjum er sögð „fela í sér sóun, …
Olíukaup Landhelgisgæslunnar í Færeyjum er sögð „fela í sér sóun, óþarfa mengun og skerðingu á viðbragðsgetu varðskipa“ í úttekt Ríkisendurskoðunar. mbl.is/Árni Sæberg

„Þeir aðilar sem þiggja rekstr­ar­fé sitt úr rík­is­sjóði geta ekki vísað til þess að með því að kom­ast hjá greiðslu op­in­berra gjalda sé stuðlað að rekstr­ar­hag­kvæmni. Sigl­ing­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar í þess­um til­gangi fela í sér sóun, óþarfa meng­un og skerðingu á viðbragðsgetu varðskipa inn­an efna­hagslög­sög­unn­ar,“ seg­ir í út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á rekstri Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Í til­lög­um Rík­is­end­ur­skoðunar að úr­bót­um seg­ir jafn­framt: „Land­helg­is­gæsl­an þarf að hætta ol­íu­kaup­um fyr­ir ís­lensku varðskip­in í Fær­eyj­um sem stofn­un­in hef­ur stundað til að kom­ast hjá greiðslu virðis­auka­skatts af eldsneyt­inu hér á landi.“

Vak­in er at­hygli á því að stofn­un­in hafi frá alda­mót­um keypt olíu á Varðskip­in í Fær­eyj­um og að á ár­un­um 2018 til 2020 hafi Þór þris­var tekið olíu í Fær­eyj­um og Týr átta sinn­um. Land­helg­is­gæsl­an hef­ur tjáð Rík­is­end­ur­skoðun að skip­un­um hafi verið siglt til Fær­eyja til að kaupa olíu á tíma sem þau voru í út­haldi á hafsvæðinu milli Íslands og Fær­eyja og að „í flest­um til­fell­um myndi þó vera hag­kvæm­ara að kaupa eldsneyti hér á landi ef ekki væri fyr­ir þann mun sem væri fólg­inn í virðis­auka­skatti viðskipt­anna.“

Leng­ir viðbragðstíma

Rík­is­end­ur­skoðun seg­ir í út­tekt sinni „mik­il­vægt að hafa í huga“ að virðis­auka­skatt­ur sem Land­helg­is­gæsl­an er að kom­ast hjá að greiða renn­ur all­ur til rík­is­sjóðs. „Í heild­ar­sam­hengi rík­is­rekstr­ar­ins verður ekki séð að um hald­bær rök sé að ræða.“

Jafn­framt er vak­in at­hygli á því að á þeim tíma sem siglt er til Fær­eyja er viðbragðstími varðskip­anna lengd­ur enda skip­in fjarri lög­sög­unni sem þau eiga að gæta.

Guðmundur Björgvin Helgason er starfandi ríkisendurskoðandi.
Guðmund­ur Björg­vin Helga­son er starf­andi rík­is­end­ur­skoðandi.

Enn frem­ur tel­ur Rík­is­end­ur­skoðun ekki stand­ast skoðun að halda því fram að um ótví­ræðan sparnað sé að ræða með ol­íu­kaup­un­um í Fær­eyj­um þar sem kostnaður fylg­ir því að sigla til Fær­eyja. „Bæði í bein­um sigl­inga­kostnaði, ol­íu­notk­un, sliti á tækj­um og laun­um áhafn­ar. Einnig má benda á þá óþörfu kol­efn­is­los­un sem þess­ar sigl­ing­ar hafa í för með sér.“

Dóms­málaráðuneytið gagn­rýnt

„Það er um­hugs­un­ar­vert að yf­ir­stjórn dóms­málaráðuneyt­is hafi látið það óátalið að Land­helg­is­gæsl­an, sem fer með lög­reglu­vald á hafsvæðinu í kring­um Ísland, skuli ganga jafn langt og raun ber vitni til að kom­ast hjá greiðslu lög­boðinna op­in­berra gjalda í rík­is­sjóð,“ seg­ir í út­tekt­inni.

Þá seg­ir að í at­huga­semd­um fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins vegna út­tekt­ar­inn­ar hafi verið tekið und­ir sjón­ar­mið um að ol­íu­kaup Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafi orkað tví­mæl­is og „að gert væri ráð fyr­ir öll­um kostnaði við inn­kaup í fjár­fram­lög­um til stofn­un­ar­inn­ar þar á meðal virðis­auka­skatti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »