Olíukaup Gæslunnar í Færeyjum gagnrýnd

Olíukaup Landhelgisgæslunnar í Færeyjum er sögð „fela í sér sóun, …
Olíukaup Landhelgisgæslunnar í Færeyjum er sögð „fela í sér sóun, óþarfa mengun og skerðingu á viðbragðsgetu varðskipa“ í úttekt Ríkisendurskoðunar. mbl.is/Árni Sæberg

„Þeir aðilar sem þiggja rekstrarfé sitt úr ríkissjóði geta ekki vísað til þess að með því að komast hjá greiðslu opinberra gjalda sé stuðlað að rekstrarhagkvæmni. Siglingar Landhelgisgæslunnar í þessum tilgangi fela í sér sóun, óþarfa mengun og skerðingu á viðbragðsgetu varðskipa innan efnahagslögsögunnar,“ segir í úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri Landhelgisgæslunnar.

Í tillögum Ríkisendurskoðunar að úrbótum segir jafnframt: „Landhelgisgæslan þarf að hætta olíukaupum fyrir íslensku varðskipin í Færeyjum sem stofnunin hefur stundað til að komast hjá greiðslu virðisaukaskatts af eldsneytinu hér á landi.“

Vakin er athygli á því að stofnunin hafi frá aldamótum keypt olíu á Varðskipin í Færeyjum og að á árunum 2018 til 2020 hafi Þór þrisvar tekið olíu í Færeyjum og Týr átta sinnum. Landhelgisgæslan hefur tjáð Ríkisendurskoðun að skipunum hafi verið siglt til Færeyja til að kaupa olíu á tíma sem þau voru í úthaldi á hafsvæðinu milli Íslands og Færeyja og að „í flestum tilfellum myndi þó vera hagkvæmara að kaupa eldsneyti hér á landi ef ekki væri fyrir þann mun sem væri fólginn í virðisaukaskatti viðskiptanna.“

Lengir viðbragðstíma

Ríkisendurskoðun segir í úttekt sinni „mikilvægt að hafa í huga“ að virðisaukaskattur sem Landhelgisgæslan er að komast hjá að greiða rennur allur til ríkissjóðs. „Í heildarsamhengi ríkisrekstrarins verður ekki séð að um haldbær rök sé að ræða.“

Jafnframt er vakin athygli á því að á þeim tíma sem siglt er til Færeyja er viðbragðstími varðskipanna lengdur enda skipin fjarri lögsögunni sem þau eiga að gæta.

Guðmundur Björgvin Helgason er starfandi ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason er starfandi ríkisendurskoðandi.

Enn fremur telur Ríkisendurskoðun ekki standast skoðun að halda því fram að um ótvíræðan sparnað sé að ræða með olíukaupunum í Færeyjum þar sem kostnaður fylgir því að sigla til Færeyja. „Bæði í beinum siglingakostnaði, olíunotkun, sliti á tækjum og launum áhafnar. Einnig má benda á þá óþörfu kolefnislosun sem þessar siglingar hafa í för með sér.“

Dómsmálaráðuneytið gagnrýnt

„Það er umhugsunarvert að yfirstjórn dómsmálaráðuneytis hafi látið það óátalið að Landhelgisgæslan, sem fer með lögregluvald á hafsvæðinu í kringum Ísland, skuli ganga jafn langt og raun ber vitni til að komast hjá greiðslu lögboðinna opinberra gjalda í ríkissjóð,“ segir í úttektinni.

Þá segir að í athugasemdum fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna úttektarinnar hafi verið tekið undir sjónarmið um að olíukaup Landhelgisgæslunnar hafi orkað tvímælis og „að gert væri ráð fyrir öllum kostnaði við innkaup í fjárframlögum til stofnunarinnar þar á meðal virðisaukaskatti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »