Skipakostur vannýttur og aðgerðarleysi veki undrun

Ríkisendurskoðun gagnrýnir harðlega hvernig staðið sé að úthaldi skipakosts Landhelgisgæslunnar.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir harðlega hvernig staðið sé að úthaldi skipakosts Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Ríkisendurskoðun gagnrýnir í úttekt sinni á starfsemi Landhelgisgæslu Íslands hvernig farið sé með fé sem ætlað er rekstri sjófara stofnunarinnar.

„Að mati Ríkisendurskoðunar er varðskipakostur Landhelgisgæslunnar vannýttur og skoða þarf hvort nýta megi úthald varðskipanna á skilvirkari og hagkvæmari hátt. Í því tilliti verður að horfa til þess hversu takmarkandi þáttur tiltækar áhafnir hafa verið, hversu marga daga varðskipin liggja bundin við bryggju og að hve takmörkuðu leyti skipin hafa getað sinnt gæslu og eftirliti,“ segir í úttektinni sem birt var í gær á vef Ríkisendurskoðunar.

Þá hefur verið til umfjöllunar kaup Landhelgisgæslunnar á olíu í Færeyjum í þeim tilgangi að komast undan virðisaukaskatti hér á landi.

Á tímabilinu sem tekið er til skoðunar, 2018 til 2020, sinntu varðskipin Þór og Týr eftirliti með fiskveiðum, að meðtöldu eftirliti með veiðum krókamarks- og strandveiðibáta á grunnslóð. Auk þess höfðu varðskipin eftirlit með skipum og bátum í þjónustu fiskeldisfyrirtækja sem starfrækja sjókvíar.

Fram kemur í úttektinni að kostnaður við sólarhringsúthald skipanna hafi verið á bilinu 2,2 til 2,9 milljónir króna og að varðskipin Þór og Týr voru 1.101 dag á sjó og 1.091 dag við landfestar.

Margra ára aðgerðaleysi

Sérstaklega er gagnrýnt hve „illa það fjármagn hefur verið nýtt sem varið hefur verið til reksturs varðskipsins Ægis síðustu ár. Skipið hefur ekki verið haffært síðan í febrúar 2016 en var fyrst auglýst til sölu í nóvember 2020.“

Á tímabilinu 2018 til 2020 námu hafnargjöld og annar kostnaður um 37 milljónum króna. Landhelgisgæslan bar fyrir sig að vonir hafi verið um að fé fengist til að gera Ægi haffæran á ný en þegar slíkt gekk ekki eftir hafi verið óskað eftir söluheimild.

„Ríkisendurskoðun telur einsýnt að dómsmálaráðuneyti og Landhelgisgæslan hefðu þurft að taka skýra ákvörðun um framtíð skipsins miklu fyrr. Margra ára aðgerðaleysi í málefnum varðskipsins Ægis vekur undrun,“ segir í úttektinni.

Þá er gagnrýnt hve lítill undirbúningur var að baki kaupum á notuðu varðskipi (Freyju) í stað Týs og Ægis. „Þrátt fyrir að ástand Týs hafi verið talið gott allt fram til ársloka 2020 hefði verið tímabært að hefja undirbúning endurnýjunarinnar miklu fyrr. [...] Skortur á raunsærri langtímaáætlanagerð þegar kemur að rekstri og fjárfestingum í skipakosti Landhelgisgæslunnar hefur reynst vera alvarlegur veikleiki.“

Bjóði út sjómælingar

Sjómælingaskipið Baldur er sögð „óhagkvæm rekstrareining“ í úttektinni og er bent á að Baldur var árin 2018 til 2020 gerður út í 92 til 100 daga á ári.

„Í því skyni að efla útgerð varðskipanna telur Ríkisendurskoðun að kanna þurfi kosti þess að bjóða út verkefni sjómælinga. Ef af því yrði, væri unnt að selja bæði sjómælingaskipið Baldur og þann sérhæfða búnað sem hefur verið aflað til að sinna verkefninu. Þannig mætti skapa viðbótarsvigrúm til að efla getu stofnunarinnar til að sinna leit, björgun og eftirliti á íslensku hafsvæði.“

Sjómælinga- og eftirlitsbáturinn Baldur.
Sjómælinga- og eftirlitsbáturinn Baldur. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 594,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.2.25 546,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.2.25 382,28 kr/kg
Ýsa, slægð 11.2.25 356,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 11.2.25 264,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 11.2.25 407,29 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Hilmir ST 1 Línutrekt
Þorskur 3.079 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 3.162 kg
11.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.852 kg
Þorskur 2.683 kg
Keila 16 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.556 kg
11.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 7.174 kg
Steinbítur 1.256 kg
Ýsa 637 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 9.073 kg
11.2.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Þorskur 3.460 kg
Steinbítur 1.943 kg
Ýsa 1.546 kg
Samtals 6.949 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 594,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.2.25 546,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.2.25 382,28 kr/kg
Ýsa, slægð 11.2.25 356,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 11.2.25 264,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 11.2.25 407,29 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Hilmir ST 1 Línutrekt
Þorskur 3.079 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 3.162 kg
11.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.852 kg
Þorskur 2.683 kg
Keila 16 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.556 kg
11.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 7.174 kg
Steinbítur 1.256 kg
Ýsa 637 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 9.073 kg
11.2.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Þorskur 3.460 kg
Steinbítur 1.943 kg
Ýsa 1.546 kg
Samtals 6.949 kg

Skoða allar landanir »