Sífellt fleiri konur til Landhelgisgæslunnar

Sjómælingaskipið Baldur á vettvangi. Sífellt fleiri konur starfa hjá Landhelgisgæslunni …
Sjómælingaskipið Baldur á vettvangi. Sífellt fleiri konur starfa hjá Landhelgisgæslunni en þær eru þó enn í miklum minnihluta. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Hlutfall kvenna í starfsliði Landhelgisgæslu Íslands hefur aukist á undanförnum árum og eru mörg dæmi um þá þróun. Í síðasta mánuði urðu þau tímamót hjá stofnuninni að í fyrsta sinn var vakt í stjórnstöð eingöngu skipuð konum þegar þær Hallbjörg Erla Fjeldsted og Kristbjörg Hildur Guðmundsdóttir vöktuðu landið og miðin.

Ekki er um að ræða fyrstu tímamótin sem Hallbjörg Erla hefur átt þátt í en hún var fyrsta fastráðna konan í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá stofnun 1951 auk þess sem hún varð í september í fyrra fyrsta konan til að gegna stöðu vakstjóra í stjórnstöð stofnunarinnar.

„Landhelgisgæslan hefur unnið markvisst að jöfnun kynjahlutfalla í allri starfsemi stofnunarinnar. Það er hins vegar svo að á meðan fleiri karlar sækja í tiltekin störf innan Landhelgisgæslunnar en konur verður eðli máls samkvæmt erfiðara um vik að jafna kynjahlutföll,“ segir í svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn blaðamanns um kynjaskiptingu starfsliðs stofnunarinnar.

Kort/mbl.is

Engin í séraðgerða- og sprengjudeild

„Það er þó ánægjulegt að segja frá því að jafnt hlutfall er milli kynja þegar kemur að stjórnendum kjarna- og stoðsviða. Jafnt kynjahlutfall er jafnframt í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og sömuleiðis hefur hlutfall kvenna í stjórnstöð í Skógarhlíð farið hækkandi, en þær eru nú fjórar starfandi. Eins er gaman að segja frá því að af sjö vélstjórum í áhöfnum varðskipa eru tvær konur, auk þess sem konur eru og hafa verið í fleiri störfum um borð í varðskipunum,“ skrifar hann.

Hallbjörg Erla Fjeldsted og Kristbjörg Hildur Guðmundsdóttir, varðstjórar í stjórnstöð …
Hallbjörg Erla Fjeldsted og Kristbjörg Hildur Guðmundsdóttir, varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, voru á fyrstu vaktinni sem aðeins var skipuð konum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Fram kemur að konur séu starfandi í öllum deildum Landhelgisgæslunnar utan séraðgerða- og sprengjueyðingardeildar, en þar hefur engin kona sótt um starf.

„Í öllum auglýsingum eru áhugasamir, óháð kyni, hvattir til að sækja um. Landhelgisgæslan starfar eftir jafnréttisáætlun og hefur hlotið jafnlaunavottun. Árin 2020 og 2021 hlaut Landhelgisgæslan viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar vegna jafns kynjahlutfalls í framkvæmdateymi stofnunarinnar,“ segir Ásgeir.

Teitur Gunnarsson sigmaður, Brynhildur Bjartmarz flugmaður og spilmennirnir Kristján Björn …
Teitur Gunnarsson sigmaður, Brynhildur Bjartmarz flugmaður og spilmennirnir Kristján Björn Arnar og Daníel Hjaltason í einni þyrluáhöfn stofnunarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 594,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.2.25 546,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.2.25 382,28 kr/kg
Ýsa, slægð 11.2.25 356,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 11.2.25 264,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 11.2.25 407,29 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 5.211 kg
Ýsa 469 kg
Hlýri 68 kg
Karfi 67 kg
Steinbítur 12 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 5.834 kg
11.2.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.913 kg
Ýsa 1.926 kg
Langa 65 kg
Steinbítur 45 kg
Samtals 5.949 kg
11.2.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 4.444 kg
Þorskur 1.209 kg
Hlýri 89 kg
Steinbítur 75 kg
Keila 71 kg
Langa 16 kg
Karfi 12 kg
Samtals 5.916 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 594,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.2.25 546,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.2.25 382,28 kr/kg
Ýsa, slægð 11.2.25 356,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 11.2.25 264,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 11.2.25 407,29 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 5.211 kg
Ýsa 469 kg
Hlýri 68 kg
Karfi 67 kg
Steinbítur 12 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 5.834 kg
11.2.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.913 kg
Ýsa 1.926 kg
Langa 65 kg
Steinbítur 45 kg
Samtals 5.949 kg
11.2.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 4.444 kg
Þorskur 1.209 kg
Hlýri 89 kg
Steinbítur 75 kg
Keila 71 kg
Langa 16 kg
Karfi 12 kg
Samtals 5.916 kg

Skoða allar landanir »