Um tugur rússneskra frystitogara hefur undanfarin ár landað í Hafnarfirði yfir sumartímann og fram á haust, en skipin hafa verið á karfa- og grálúðuveiðum djúpt suðvestur af landinu.
Um það hvort hætt verði að veita skipunum þjónustu í Hafnarfirði í ljósi stríðsins í Úkraínu, segir Lúðvík Geirsson hafnarstjóri að það sé stjórnvalda að taka ákvörðun í þeim efnum. Farið verði að fyrirmælum frá stjórnvöldum berist þau og staðan verði væntanlega rædd í hafnarstjórn á næstunni.
Tveir rússnesku togaranna hafa haft vetursetu í Hafnarfirði í vetur eins og undanfarin ár. Annar þeirra var tekinn í flotkví í Hafnarfirði í vikunni og ráðgert er að hinn verði einnig tekinn upp áður en vertíð hefst er líður á aprílmánuð.
Þessi skip eru frá Kaliníngrad, en önnur skip sem sækja í karfa og grálúðu á Reykjaneshrygg koma frá Múrmansk og Pétursborg. Þau skip hafa heimildir til þorskveiða í Barentshafi og að lokinni vertíð þar halda þau til veiða suðvestur af Íslandi.
Skipin hafa landað og millilandað beint í flutningaskip í Hafnarfirði og var afli þeirra liðlega 20 þúsund tonn í fyrra að sögn Lúðvíks. Það magn sem fer í land í Hafnarfirði hefur heldur aukist.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 660,38 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 324,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,49 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 660,38 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 324,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,49 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |