Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að afturkalla undanþágu sem hefur verið í gildi fyrir rússneska togara til löndunar og umskipunar í íslenskum höfnum.
Minnisblað þess efnis var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
„Það fer gegn hagsmunum Íslands að auðvelda veiðar annarra þjóða á stofnum sem ekki eru nýttir á sjálfbæran hátt, því hef ég ákveðið að afturkalla þessa undanþágu. Þessu til viðbótar er það mat íslenskra stjórnvalda að framferði Rússa sé með þeim hætti að óverjandi er að viðhalda sérstökum undanþágum þeim til hagsbóta,“ segir Svandís í fréttatilkynningu.
Vísað er til þess að lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands gera ráð fyrir að erlendum skipum sé óheimilt að koma til hafnar á Íslandi og þjónustu „stundi skipið veiðar eða vinnslu á afla úr sameiginlegum nytjastofnum og íslensk stjórnvöld hafa ekki gert milliríkjasamning um nýtingu á, svo sem hagar til um karfa á Reykjaneshrygg.“
Þá sé heimiltí að veita undanþágu frá löndunar- og þjónustubanni vegna slíkra veiða og hafa rússneskir togarar sem stunda karfaveiðar haft slíka undanþágu frá 1999. „Fram til þessa hefur verið litið til heildarviðskiptahagsmuna við Rússland við mat á þessari undanþágu. Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til skoðunar að afturkalla undanþáguna.“
„Með hliðsjón af nýju mati á hagsmunum Íslands í samskiptum við Rússland vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hefur ráðherra tekið ákvörðun um að afturkalla þessa undanþágu,“ segir í tilkynningunni.
Rússneskum stjórnvöldum verður nú tilkynnt um ákvörðunina með formlegum hætti auk þess sem tilkynning verður send í gegnum alþjóðlegt tilkynningarkerfi á vegum Landhelgisgæslu Íslands.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |