Segir Helga Seljan seilast langt

Sigurgeir segir Moshensky hafa reynst vel.
Sigurgeir segir Moshensky hafa reynst vel. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir Helga Seljan, blaðamann á Stundinni, seilast ansi langt með því að bendla hann og Vinnslustöðina við Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra í Hvíta-Rússalands og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í umfjöllun Stundarinnar um Alexander Moshensky, kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sigurgeiri á vef Vinnslustöðvarinnar.

Stundin greindi frá því í síðustu viku að íslensk stjórnvöld hefðu verið harðlega gagnrýnd fyrir að beita sér gegn því að Moshensky, kjörræðismaður Íslands og fiskinnflytjandi í Hvíta-Rússlandi, væri beittur viðskiptaþvingunum af hálfu ESB.

Fyrirtæki hans Santa Bremor flytur inn mikið af fiski frá Íslandi og í umfjöllun Stundarinnar er sagt að hann sé kallaður „veski“ Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands, sem á svo í ágætu sambandi við Pútín.

Vinnubrögðin verðskuldi falleinkunn

Í umfjölluninni kemur fram að þegar Moshensky hafi verið gerður að kjörræðismanni Íslands hafi helsta skoðunin á honum verið byggð á upplýsingum sem hann afhenti sjálfur eða í gegnum starfsmann Vinnslustöðvarinnar. En vegna mikilla viðskipta hafi myndast náin vinátta á milli hans og forstjóra Vinnslustöðvarinnar.

Í yfirlýsingu Sigurgeirs segir að hugrenningatengslin sem Helgi sé að reyna að skapa í umfjöllun sinni séu augljós; að með viðskiptum við Santa Bremor og aðaleiganda þess, Moshensky, hafi Vinnslustöðin og hann sjálfur gerst bandamaður bæði Lúkasjenkó og Pútíns.

„Enn og aftur gerir Helgi Seljan, nú hvorki meira né minna en rannsóknaritstjóri, sig sekan um vinnubrögð sem verðskulda hreina og klára falleinkunn. Það er reyndar ekki í fyrsta sinn sem það gerist þegar hann fjallar um málefni Vinnslustöðvarinnar,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Helgi Seljan.
Helgi Seljan.

Moshensky hafi staðið sig með prýði

Þá eru raktar helstu staðreyndir um útflutning Vinnslustöðvarinnar til rússneskumælandi ríkja og þá sérstaklega fjallað um þau tvö skipti sem Vinnslustöðin missti leyfi til innflutnings til Rússlands. Þá hafi Moshensky reynst vel.

Í fyrra skiptið, í ágúst 2012, tilkynnti rússneska matvælaeftirlitið að það hefði fundið of mikið af tilteknum gerlum í afurðum Vinnslustöðvarinnar og lokaði á innflutning afurða félagsins til Rússlands Kasakstans og Hvíta-Rússlands. Málið hafi komið til kasta Matvælastofnunar hér á landi og í ljós komið að meira hékk á spýtunni. Rússneska matvælaeftirlitið hafi viljað fá greitt fyrir yfirlýsingu um að lagi væri með afurðir Vinnslustöðvarinnar.

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Hitt skiptið var haustið 2015. Þá hafði verið lagt til við íslenska útflytjendur að mynda samtök með ákveðnum innflutningsfyrirtækjum í Rússlandi. Þau fyrirtæki sem ekki gerðu það yrðu sett á bannlista af rússneskum matvælayfirvöldum. Með samstilltu átaki sem Moshinsky hafi meðal annarra tekið þátt í, hafi hins vegar tekist að fjarlæga Vinnslustöðina og fleiri íslensk útflutningsfyrirtæki af umræddum bannlista ári síðar.

„Í þessum erfiðu málum stóðu starfsmenn íslenskrar utanríkisþjónustu, starfsmenn Matvælastofnunar – MAST, fyrrum viðskiptavinir okkar í Rússlandi og Alexander Moshinsky, kjörræðismaður í Hvítarússlandi, sig með mikilli prýði. Þeir sem að komu gættu hagsmuna lands og þjóðar og fóru að gildandi lögum og alþjóðasáttmálum. Fyrir það erum við Vinnslustöðvarfólk afar þakklát,“ segir í yfirlýsingunni á vef Vinnslustöðvarinnar.

Óttuðust að lenda aftur á svörtum lista

Þar segir jafnframt að stóra fréttin sé hvernig rússnesk yfirvöld vinni. Ekki hafi verið greint frá stöðu mála fyrr opinberlega af ótta við að rússnesk heilbrigðisyfirvöld bregðist við með því að setja Vinnslustöðina enn og aftur á svartan lista.

„Nú er allt annað uppi á teningum. Mínum viðhorfum verður best lýst með því að vitna  í tölvupóst sem ég sendi á dögunum til utanríkisþjónustunnar í kjölfar upplýsingafundar hennar um stöðuna í Úkraínu. Þann fund sat ég ásamt fleirum: 

„Við erum komin á þann punkt að við verðum að verja okkar lýðræðislega fyrirkomulag á Vesturlöndum og frjáls viðskipti þjóða á milli. Ef eitthvað er þá myndi ég styðja harðari aðgerðir og þess vegna hernaðaríhlutun. En auðvitað þurfa þær ákvarðanir að byggjast á betri þekkingu en ég hef. Einhvers staðar verður að draga línuna í sandinn.““ segir í póstinum sem vitnað er í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 593,68 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,82 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 593,68 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,82 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »