„Vertíðin tekist vel til í ljósi aðstæðna“

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir veðrið hafa …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir veðrið hafa séð til þess að ekki náðist jafn mikið af hrognafullri loðnu á vertíðinni. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Loðnuvertíðinni er lokið að sinni en leiðindaveður truflaði veiði þegar loðnan var hrognafull og óvissa hefur verið uppi vegna stríðsátaka. Vel hefur gengið að mæta þessum áskorunum að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og vekur athygli að farið sé að afhenda loðnu á ný til Úkraínu.

„Ég myndi nú segja heilt yfir að hún hafi tekist vel til í ljósi aðstæðna,“ svarar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, beðinn um að lýsa nýafstaðinni loðnuvertíð. „Við ráðum engu um veðrið. Við fengum þarna tvo eða þrjá daga þar sem við fengum hrognafulla loðnu sem bjargaði þessu, þannig að við gátum framleitt eitthvað af loðnuhrognum,“ bætir hann við.

mbl.is

Hann segir hins vegar ljóst að það magn sem tókst að ná í af loðnuhrognum – um ellefu til tólf þúsund tonn – sé töluvert frá því að vera nóg fyrir markaðinn. „Það er veðrið sem hafði langmest um það að segja.“

Binni segir ekki hafa tekist að ná almennilegum krafti í veiðarnar meðal annars vegna veðurs. „Það virðist vera eins og þegar veður er vont þá splundrar veðrið svolítið loðnugöngunni. Svo var einnig ofboðslega mikið magn af hval. Menn hafa bara ekki séð eins mikið magn af hval og hann þarf sitt sem hefur einhver áhrif.“

Töluvert veitt

Erfið staða hefur verið um nokkurt skeið þar sem helsti markaður fyrir loðnu, Rússland, ákvað 2015 að banna innflutning á sjávarafurðum frá Íslandi. Framleiðendum tókst hins vegar að finna nýja markaði fyrir loðnuna og varð með tímanum Úkraína einn helsti áfangastaður hængs. Það þarf ekki að útskýra í löngu máli hvers vegna óvissa sé nú á þeim markaði og því eðlilegt að spyrja Binna hvernig hafi tekist að koma loðnunni í verð að þessu sinni?

„Það er auðvitað þannig að Rússlandsmarkaður er lokaður og er búinn að vera lengi. Eftir að Rússland lokaði hefur Úkraína verið stóri markaðurinn, stærsti markaðurinn fyrir loðnu. En eins og við vitum er stríð þar og búnar að vera miklar hörmungar, en eitthvað eru þeir byrjaðir að kaupa aftur og taka vörur til sín. Þótt það sé stríð læra menn að vinna undir því líka og finna leiðir. Það eru engar líkur á því að það verði sterkur markaður, það er stór hluti þjóðarinnar ekki í vinnu og það verða ekki til gjaldeyristekjur til að kaupa matvæli,“ svarar hann.

Þá séu aðrar þjóðir í Austur-Evrópu sem hafa keypt eitthvað af loðnu en ekki í slíku magni að það bæti upp fyrir samdráttinn í magninu til Úkraínu.

Loðnuhrogn er verðmætasta afurð vertíðarinnar.
Loðnuhrogn er verðmætasta afurð vertíðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byrjað að afhenda til Úkraínu

Mikið var veitt af loðnu á vertíðinni þó svo að ekki hafi tekist að klára kvótann, alls 521 þúsund tonn og voru skip Vinnslustöðvarinnar með sinn hlut í því. En hvað varð um alla þessa loðnu?

„Við framleiddum ekki mikið af hæng, en þó svolítið. Eitthvað af því vorum við búin að selja þegar stríðið skall á og erum að afhenda nokkra gáma núna. Ég held það hafi almennt ekki verið framleitt mikið af því á Íslandi núna út af óvissu um sölu,“ segir Binni.

Til er töluvert af loðnu frá því í fyrra sem seldist ekki vegna þess að verðið var svo hátt, að sögn hans. „Framleiðendur áttu enn loðnu og það er dýrt fyrir fyrirtæki að eiga mikið af birgðum, svo kemur önnur framleiðsla á lægra verði í framhaldinu. Það hefur neikvæð áhrif. Svo var framleiðsla í Noregi líka, en það sem Norðmenn framleiddu var mjög smá loðna. Það fór aðallega til Asíu, meðal annars Kína. Ég heyri það að það eru ekki allir búnir að selja sínar afurðir. Okkur hefur tekist að ná samkomulagi við alla okkar viðskiptavini og selja alla okkar loðnu sem átti að fara inn á Japan og Kína, en eigum svolítið af hæng fyrir Úkraínu eftir óseldan en það er ekki mikið magn.“

Létu reyna á ferska loðnu

Vinnslustöðin gerði á þessari vertíð tilraun til að koma ferskri loðnu á markað í Japan, en það mun vera í fyrsta sinn sem fersk loðna var flutt til landsins frá Íslandi frá því Íslendingar hófu loðnuveiðar. Um var að ræða sameiginlegt tilraunaverkefni AEON-verslunarkeðjunnar, Vinnslustöðvarinnar og Okada Suisan, fyrirtækisins sem VSV á að hluta og ræður um helmingi markaðar fyrir loðnuafurðir í Japan.

„Þetta var ansi skemmtileg tilraun og gekk nú bara vonum framar verð ég að segja,“ segir Binni og útskýrir að markmiðið hafi verið að vekja athygli neytenda í Japan á því að loðna veiðist á ný við Íslandsstrendur og að hún sé komin á ný í verslanir, en markaðurinn er talinn nokkuð laskaður eftir loðnubrest tvö ár í röð.

„Japanir eru ekki vanir ferskri loðnu, þeir eru frekar vanir aðeins saltaðri og þurrkaðri loðnu og þannig grilla þeir hana. Þannig að það þurfti aðeins að kynna þetta og kenna neytendum á að nýta hana. Þessi japanska verslunarkeðja keypti loðnuna af okkur og fór svo í að gera alls konar rétti úr henni. Það seldist ansi vel og var heilmikill áhugi í kringum þetta,“ segir hann.

Loðnan var aðeins fimm daga gömul er hún var mætt …
Loðnan var aðeins fimm daga gömul er hún var mætt alla leið frá Íslandi í söluborðið í verslunum AEON í Japan. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Loðnan var send í flugi frá Íslandi til Frankfurt og áfram til Tókýó. Fimm daga gömul var hún komin á söluborð AEON. Vakti framtakið töluverða athygli japanskra fjölmiðla og fékk loðnukynningin og vertíð Íslendinga umfjöllun í þarlendu sjónvarpi, dagblöðum og vefmiðlum.

Binni viðurkennir að það hafi ekki verið mikill hagnaður sem fékkst út úr fersku loðnunni. „Það þarf miklu meira magn til þess að þetta borgi sig. Svo var smá flækja í flutningakerfinu og erfitt að koma loðnunni til Japan. Flugsamgöngurnar reyndust flóknar – það voru svo fáar ferðir til Japan en vonandi verður það betra á næsta ári.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 4.724 kg
Þorskur 322 kg
Samtals 5.046 kg
21.11.24 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 13 kg
Samtals 13 kg
21.11.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.596 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 1.624 kg
21.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Skrápflúra 865 kg
Ýsa 704 kg
Þorskur 471 kg
Sandkoli 216 kg
Skarkoli 126 kg
Steinbítur 76 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.462 kg

Skoða allar landanir »