Mikil óvissa tengd grásleppuveiðum

Grásleppu landað á Húsavík 12. apríl. Mikið brottkast hefur fylgt …
Grásleppu landað á Húsavík 12. apríl. Mikið brottkast hefur fylgt veiðunum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Matvælaráðuneytið kveðst í svari við fyrirspurn blaðamanns ekki geta sagt til um hvort það metur grásleppuveiðar þjóðhagslega hagkvæmar þar sem ekki hefur verið „unnin hagræn úttekt á einstökum þáttum“ fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Svo vitað sé hafa allir bátar sem Fiskistofa hefur flogið yfir með eftirlitsdróna verið staðnir að brottkasti og hefur verið rætt um 30-90% alls þorskafla sem fæst í grásleppunetin, jafnvel stóran hrygningarþorsk. Hefur því verið velt upp hvert raunverulegt umfang brottkasts á grásleppuveiðum kann að vera í ljósi þessa og hvort umfang þess kunni að vera óeðlilegt í ljósi verðmæti fisksins sem hent er og verðmæti grásleppuhrogna.

Útflutningur grásleppuafurða hefur verið sveiflukenndur á undanförnum áratug og hafa útflutningsverðmæti afurðanna sveiflast á bilinu 1,6 til 2,9 milljarða króna á árunum 2012 til 2020. Í fyrra nam útflutningsverðmæti afurðanna 1,9 milljörðum króna.

Spurning um hagkvæmni

Þorskur sem endar í grásleppunetum er hins vegar ekki líklegur til að ná háu verði og eru fjölmörg dæmi um að þriggja til fimm daga gamall óslægður þorskur hafi verið seldur á fiskmörkuðum fyrir innan við 10% af meðalverði óslægðs þorsks. Það er því ekki mikill fjárhagslegur hvati til að koma með fiskinn að landi og getur það útskýrt hvers vegna bátar með þó nokkrar veiðiheimildir í þorski hafa verið staðnir að brottkasti á grásleppuveiðum.

Ekki er vitað hvort meiri verðmæti myndu skapast ef þorskurinn sem fæst í grásleppunetin, hvort sem honum er landað eða hent, myndi skapa meiri útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið ef hann yrði veiddur ekki sem meðafli grásleppuveiða.

„Það er hverrar útgerðar að fara að lögum og haga sókn sinni í takti við þessar áskoranir, það gildir einnig um grásleppuveiðar þó að sókn í þá tegund sé ekki stýrt með aflamarki,“ svarar matvælaráðuneytið fyrirspurn um núverandi tilhögun grásleppuveiða í ljósi fjölda brottkastmála á vertíðinni.

Enn hætta á innflutningsbanni

Töluverðar áhyggjur hafa verið uppi vegna fjölda sjávarspendýra sem talin eru vera meðafli grásleppuveiða, en lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum gera ráð fyrir að sett verði – að öllu óbreyttu – bann við innflutningi á sjávarafurðum frá Íslandi frá og með 1. janúar 2023.

Deilt er um umfang þessa meðafla og hefur Landssamband smábátaeigenda sagt grásleppusjómenn ranglega sakaða um dauða 1.400 sela, en Hafrannsóknastofnun segir óvissu í matinu vegna 300% fráviks í skráningu fugla og sjávarspendýra sem meðafla eftir því hvort eftirlitsmaður sé um borð.

„Það hefur lítið gerst hvað varðar mögulegt innflutningsbann til Bandaríkjanna. Yfirvöld þar í landi eru að fara yfir innsendar upplýsingar frá öllum þjóðum sem flytja inn sjávarafurðir til landsins, þ.m.t. þær sem komu frá Íslandi. Engar áætlanir hafa verið birtar um hvenær því verður lokið og þangað til er staðan óbreytt.“

„Hvað grásleppuveiðina varðar var 14 svæðum lokað fyrir vertíðina 2020 og eru þær lokanir enn í gildi. Þessar lokanir eru frekar nýtilkomnar og ekki hefur verið hægt að meta árangur af þeim þar sem eftirlitsmenn Fiskistofu fóru lítið í róðra 2020 og 2021 sökum Covid-faraldursins. Ekki er því gerlegt að svo komnu máli að taka afstöðu til hvort [til] banns þurfi að koma eða ekki,“ segir í svari matvælaráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.24 269,00 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,49 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Handfæri
Þorskur 2.774 kg
Ufsi 22 kg
Keila 3 kg
Samtals 2.799 kg
29.7.24 Kristinn ÞH 163 Handfæri
Þorskur 3.189 kg
Samtals 3.189 kg
29.7.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 45.045 kg
Ufsi 30.639 kg
Ýsa 23.747 kg
Langa 3.553 kg
Steinbítur 503 kg
Þykkvalúra 305 kg
Skarkoli 242 kg
Skötuselur 65 kg
Karfi 42 kg
Samtals 104.141 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.24 269,00 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,49 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Handfæri
Þorskur 2.774 kg
Ufsi 22 kg
Keila 3 kg
Samtals 2.799 kg
29.7.24 Kristinn ÞH 163 Handfæri
Þorskur 3.189 kg
Samtals 3.189 kg
29.7.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 45.045 kg
Ufsi 30.639 kg
Ýsa 23.747 kg
Langa 3.553 kg
Steinbítur 503 kg
Þykkvalúra 305 kg
Skarkoli 242 kg
Skötuselur 65 kg
Karfi 42 kg
Samtals 104.141 kg

Skoða allar landanir »