Eyþór annar Íslendinga sem útskrifast úr skólanum

Frá vinsti: Ásgrímur L. Ásgrímsson, Óskar Eyþórsson, Eyþór Óskarsson, Helga …
Frá vinsti: Ásgrímur L. Ásgrímsson, Óskar Eyþórsson, Eyþór Óskarsson, Helga Sveinsdóttir og Georg Lárusson. Eyþór er annar Íslendinga til að útskrifast frá skólanum en Ásgrímur var sá fyrtsi árið 1987. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Eyþór Óskarsson, stýrimaður og varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, frá Stykkishólmi varð á miðvikudag annar Íslendinga til að útskrifast úr skóla bandarísku strandgæslunnar, US Coast Guard Academy. Eyþór hefur undanfarin fjögur ár stundað nám í stjórnun við skólann sem staðsettur er í New London í Connecticut ríki, en þaðan útskrifast verðandi stjórnendur bandarísku strandgæslunnar, upplýsir Landhelgisgæsla Íslands.

Fyrir tilstuðlan Landhelgisgæslunnar fékk Eyþór skólavist við skólann árið 2018 og er hann einn af níu erlendum nemendum sem útskrifuðust. Alls útskrifuðust 252 nemendur sem er mesti fjöldi í sögu skólans.

Mikil hátíðarhöld fóru fram og flugu björgunarþyrlur Strandgæslunnar yfir svæðið til heiðurs nýjum sjóliðsforingjum sem að gömlum sið fleygðu húfum sínum á loft.

Karl Schultz, flotaforingi og yfirmaður Strandgæslunnar.
Karl Schultz, flotaforingi og yfirmaður Strandgæslunnar. Ljósmynd/U.S. Coast Guard Academy

Fyrir 35 árum

Foreldrar Eyþórs, þau Helga Sveinsdóttir og Óskar Eyþórsson, voru viðstödd útskriftina. Þar voru einnig Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs. Árið 1987, eða fyrir 35 árum, útskrifaðist Ásgrímur fyrstur Íslendinga frá skólanum en skólafélagi hans, aðstoðarflotaforingi, stýrði útskriftinni. Kelly er nú skólastjóri skólans.

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, og Karl Schultz, flotaforingi og yfirmaður strandgæslunnar, ávörpuðu útskriftarnemana og fjölskyldur þeirra.

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna.
Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. Ljósmynd/U.S. Coast Guard Academy

Sögurík stofnun

Bandaríska strandgæslan getur rakið sögu sína til ársins 1790 en skóli stofnunarinnar var stofnaður árið 1876. Ríkar hefðir eru innan skólans og má nefna að nemendum er gert að sigla á seglskipi Strandgæslunnar USCGC Eagle. Skipið hefur meðal annars komið nokkrum sinnum við á Íslandi og hefur vakið töluverða athygli enda hæsta mastrið 45 metrar.

Konum var fyrst hleypt í skólann 1976 og var fyrsti erlendi nemandinn, Miguel Sanchez frá Filippseyjum, útskrifaður árið 1980.

Aldrei hafa jafn margir nremendur verið útskrifaðir í 146 ára …
Aldrei hafa jafn margir nremendur verið útskrifaðir í 146 ára sögu skólans. Ljósmynd/U.S. Coast Guard Academy
William Kelly, aðstoðarflotaforingi og skólastjóri, og Eric Jones, aðstoðarflotaforingi hjá …
William Kelly, aðstoðarflotaforingi og skólastjóri, og Eric Jones, aðstoðarflotaforingi hjá bandaríksu Strandgæslunni, ásamt skólabróður sínum Ásgrími. Þeir útskrifuðust saman 1987. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Hefð er fyrir því þar vestra að kasta höttum sínum …
Hefð er fyrir því þar vestra að kasta höttum sínum í loftið. Ljósmynd/U.S. Coast Guard Academy
William Kelly. skólastjóri, afhendir nemenda viðurkenningu.
William Kelly. skólastjóri, afhendir nemenda viðurkenningu. Ljósmynd/U.S. Coast Guard Academy
Ljósmynd/U.S. Coast Guard Academy
Kamala Harris afhendir nemenda viðurkenningu.
Kamala Harris afhendir nemenda viðurkenningu. Ljósmynd/U.S. Coast Guard Academy






Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 488,22 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 106,23 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 198,69 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,53 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 196,99 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 247,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Garpur RE 148 Handfæri
Ufsi 60 kg
Samtals 60 kg
27.8.24 Jón Pétur RE 411 Handfæri
Ufsi 185 kg
Samtals 185 kg
27.8.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.655 kg
Þorskur 1.358 kg
Steinbítur 129 kg
Skarkoli 43 kg
Langa 17 kg
Samtals 5.202 kg
27.8.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 2.095 kg
Þorskur 861 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.981 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 488,22 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 106,23 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 198,69 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,53 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 196,99 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 247,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Garpur RE 148 Handfæri
Ufsi 60 kg
Samtals 60 kg
27.8.24 Jón Pétur RE 411 Handfæri
Ufsi 185 kg
Samtals 185 kg
27.8.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 3.655 kg
Þorskur 1.358 kg
Steinbítur 129 kg
Skarkoli 43 kg
Langa 17 kg
Samtals 5.202 kg
27.8.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 2.095 kg
Þorskur 861 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.981 kg

Skoða allar landanir »