Veitt tugum nýsköpunarfyrirtækjum aðstöðu í áratug

Hús Íslenska sjávarklasans var opnað 2012. Síðan þá hafa yfir …
Hús Íslenska sjávarklasans var opnað 2012. Síðan þá hafa yfir 150 fyrirtæki átt aðstöðu í húsinu til lengri eða skemri tíma. mbl.is/Árni Sæberg

Á morgun verður liðinn áratugur frá því að Hús sjávarklasans var opnað. Á þessum tíu árum hafa yfir 150 frumkvöðlafyrirtæki haft aðstöðu til lengri eða skemmri tíma í húsinu og sum þeirra dafnað svo að hjá þeim starfa tugir eða jafnvel hundruðir, að því er fram kemur í tilkynningu.

Þar er vakin athygli á að Hús sjávarklasans „hefur verið fyrirmynd svipaðrar aðstöðu, sem nú byggist upp víða um land, og hafa aðstandendur þeirra verkefna notið liðsinnis starfsmanna klasans við þá uppbyggingu.“

Íslenski sjávarklasinn fagnaði 10 ára afmæli í fyrra en á morgun verður s.s. tíu ár liðin frá því að hús þess var opnað sem skapaði aðstöðu fyrir nýsköpunarfyrirtækin.

Árangurinn af klasasamstarfinu í húsinu hefur borist út fyrir landsteinanna og er nú starfsrækt svokallað systurhús í Portland í Maine-ríki í Bandaríkjunum undir merkjum „The Hús“. Þykir takast svo vel til að fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings liggur frumvarp um stuðning við uppbyggingu klasahúsa og fyrirmyndin er sótt til Íslands.

„Þá hefur fjöldi hafna bæði í Bandaríkjunum og Evrópu sýnt áhuga á að koma upp sambærilegri nýsköpunarstarfsemi og hafa forsvarsmenn yfir 20 hafna heimsótt klasann á undangengnum árum í þessum tilgangi,“ segir í tilkynnignunni.

Hús sjávarklasans tekur á móti miklum fjölda innlendra og erlendra gesta á hverju ári þar sem kynnt er nýsköpunarstarfsemi í bláa hagkerfinu á Íslandi og áhersla Íslenska sjávarklasans á betri nýtingu sjávarafurða. Kynningin er undir yfirskriftinni „100% fiskur“ og vísar þar í viðleitni Sjávarklasans að stuðla að fullri nýtingu allra aukaafurða sjávarafurða, hvort sem er í fiskveiðum eða eldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »