Vinnslustöðin með nýtt dótturfélag í Finnlandi

Nýtt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar hefur hafið rekstur í Helsinki, höfuðborg Finnlands, …
Nýtt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar hefur hafið rekstur í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en það mun meðal annars kaupa norskan eldislax til sölu í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum. Ljósmynd/Oleksiy Mark

Vinnslustöðin hf. heldur áfram að færa út kvíarnar og hefur stofnað nýtt dótturfélag í Finnlandi með aðsetur í höfuðborg landsins, Helsinki. Stofnun félagsins kemur eftir nokkuð langt skeið þar sem útgerðarfélagið hefur fest kaup á fleiri útgerðarfélögum og aflaheimildum.

Nýja dótturfélagið ber nafnið VSV Finland OY og hafa verið ráðnir til starfa finnskir starfsmenn með reynslu og þekkingu á sviði innflutnings á eldislaxi og markaðssetningu, sölu og dreifingu laxins í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að Mika Jaaskelainen hafi tekið til starfa sem framkvæmdastjóri VSV Finland Oy en hann gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra hjá Kalatukku E. Eriksson sem sérhæfir sig í sölu sjávarafurða í Finnlandi.

„Meginverkefni VSV Finland verður að flytja inn fisk og sjávarfang frá Íslandi og öðrum norrænum ríkjum til sölu og dreifingar í Finnlandi og á öðrum mörkuðum í Evrópu,“ segir í tilkynningunni.

Norskur eldislax

Haft er eftir Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni (Binna), framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, í tilkynningunni að eitt af verkefnum dótturfélagsins verði að kaupa norskan eldislax til sölu í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum. „Þarna eru vissulega nýir snertifletir sem okkur þykir mjög áhugavert að vinna með og augljóslega eru miklir möguleikar í laxeldinu, atvinnugrein sem er alls staðar í mikilli sókn og örum vexti.“

„Sérlega ánægjulegt og áhugavert er svo það að við finnum fyrir miklum áhuga í Finnlandi fyrir samstarfi við að kaupa og selja fisk. Það þykir mikill fengur að því að fá öflugt íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki inn á finnskan markað með þessum hætti,“ segir Binni.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson segir ný sóknarfæri í Finnlandi.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson segir ný sóknarfæri í Finnlandi. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Töluverð kaup

Undanfarin misseri hefur rekstur Vinnslustöðvarinnar tekið þó nokkrum breytingum. Nýverið var sagt frá því að stjórn félagsins hefði undirritað samning um kaup Vinnslustöðvarinnar á öllu hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækjunum Ósi ehf. og Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Kaupunum fylgdi meðal annars Þórunn Sveinsdóttir VE-401 og tilheyrandi aflaheimildir, um 4.000 þorskígildistonn.

Í júní síðastliðnum var tilkynnt um að Vinnslustöðin hefði fest kaup á norska uppsjávarskipinu Gardar og hefur skipið fengið nafnið Gullberg. Skipið hét um tíma Margrét EA og var gert út af Samherja, en síðar Beitir NK og gert út af Síldarvinnslunni.

Þá festi Vinnslustöðin kaup á 75% hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði í nóvember á síðasta ári. Fyrirtækið sérhæfir sig í handflökun ýsu sem er fryst og seld til austurstrandar Bandaríkjanna.

Fyrri hluta síðasta árs var gengið frá samningi um kaup á 52% hlut í útgerðarfélaginu Hugin ehf. sem gerir út Huginn VE. Fyrir viðskiptin átti Vinnslustöðin 48% hlut í útgerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »