Virðist ekki standa steinn yfir steini

Margt í úttekt Ríkisendurskoðunar kom flatt upp á Þórunni. „Ég …
Margt í úttekt Ríkisendurskoðunar kom flatt upp á Þórunni. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að staðan væri svona slæm,“ segir hún við mbl.is. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Í skýrsl­unni eru gefn­ar marg­ar al­var­leg­ar ábend­ing­ar um laga­fram­kvæmd, stjórn­sýslu og eft­ir­lit með sjókvía­eldi við strend­ur Íslands,“ seg­ir Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is um stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar um fram­an­greind atriði þar sem finna má 23 ábend­ing­ar um úr­bæt­ur.

Kveður Þór­unn skýrsl­una um út­tekt­ina mjög mikla að um­fangi og verði hún tek­in til ræki­legr­ar skoðunar í nefnd­inni. „Því miður virðist ekki standa steinn yfir steini í þessu kerfi, hvort sem við erum að tala um ákvörðun um útboð eld­is­svæða, hvernig burðarþols­mat er fram­kvæmt, áhættumat vegna erfðablönd­un­ar, þetta eru bara nokk­ur atriði,“ held­ur Þór­unn áfram.

Fjöl­mörg önn­ur atriði varði til dæm­is leyf­is­veit­ing­ar, skort á sam­starfi tveggja ráðuneyta og fleiri stofn­ana, að ekki séu tryggðir fjár­mun­ir í lög­bund­in verk­efni, svo sem hvað snert­ir vökt­un og rann­sókn­ir á líf­rænu álagi vegna sjókvía­eld­is.

Skýra þurfi stöðu fisk­sjúk­dóm­a­nefnd­ar

„Stöðu svo­kallaðrar fisk­sjúk­dóm­a­nefnd­ar þarf einnig að skýra og ég gæti haldið lengi áfram,“ seg­ir þingmaður­inn. Ábend­ing­ar Rík­is­end­ur­skoðunar varði all­ar hliðar máls­ins, laga­setn­ingu, óskýra stjórn­sýslu, van­fjár­mögn­un og eft­ir­lits­skort og sé þar sann­ar­lega komið eitt­hvað sem Alþingi þurfi að kryfja til mergjar.

Koma þess­ar niður­stöður Þór­unni á óvart?

„Já, þær komu mér á óvart, ég gerði mér ekki grein fyr­ir því að staðan væri svona slæm,“ svar­ar hún, „ég er að sjálf­sögðu meðvituð um alls kyns at­huga­semd­ir um staðsetn­ingu og skipu­lag og um hver fær arðinn af þess­ari starf­semi, ég var vel meðvituð um það. En þessi fjöldi al­var­legra at­huga­semda við all­ar hliðar máls­ins kom mér á óvart og mér finnst þetta al­var­leg staða.“

Svo al­var­leg staða kall­ar vænt­an­lega á aðgerðir eða hvað?

„Já, verk­efni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar er að fara gegn­um þessa skýrslu og tala við alla hlutaðeig­andi og fá svör við því hvers vegna mál­um sé svona fyr­ir komið og skila áliti um leiðir til úr­bóta, en ég veit að það eru fleiri inn­an stjórn­kerf­is­ins og á nú von á því að þessi skýrsla sé kom­in inn á borð bæði þeirra ráðuneyta og stofn­ana sem hlut eiga að máli,“ seg­ir Þór­unn.

Þess­ir aðilar muni mæta fyr­ir nefnd­ina og gera grein fyr­ir því hvernig þeir hygg­ist bregðast við seg­ir þingmaður­inn að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.3.25 555,39 kr/kg
Þorskur, slægður 12.3.25 627,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.3.25 288,33 kr/kg
Ýsa, slægð 12.3.25 297,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.3.25 269,37 kr/kg
Ufsi, slægður 12.3.25 306,85 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 12.3.25 247,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.237 kg
Ýsa 2.976 kg
Þorskur 1.442 kg
Hlýri 74 kg
Langa 23 kg
Samtals 7.752 kg
12.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 452 kg
Steinbítur 344 kg
Ýsa 130 kg
Langa 103 kg
Keila 14 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 1.052 kg
12.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 3.835 kg
Samtals 3.835 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.3.25 555,39 kr/kg
Þorskur, slægður 12.3.25 627,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.3.25 288,33 kr/kg
Ýsa, slægð 12.3.25 297,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.3.25 269,37 kr/kg
Ufsi, slægður 12.3.25 306,85 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 12.3.25 247,60 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 3.237 kg
Ýsa 2.976 kg
Þorskur 1.442 kg
Hlýri 74 kg
Langa 23 kg
Samtals 7.752 kg
12.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 452 kg
Steinbítur 344 kg
Ýsa 130 kg
Langa 103 kg
Keila 14 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 1.052 kg
12.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 3.835 kg
Samtals 3.835 kg

Skoða allar landanir »