Binda vonir við löndunarbann á Rússa í Færeyjum

Fjöldi rússneskra togara sem stunduðu veiðar á friðuðum úthafskarfa komu …
Fjöldi rússneskra togara sem stunduðu veiðar á friðuðum úthafskarfa komu í áraraðir til hafnar á Íslandi en þeim hefur meinað að leggja við bryggju hér á landi. Vona íslensk stjórnvöld að slíkt bann verði einnig tekið upp í Færeyjum. mbl.is/Jim Smart

Íslensk stjórnvöld vonast til þess að settar verði reglur í Færeyjum sem hindra að rússneskir togarar sem nú eru að veiða friðaðan úthafskarfa á Reykjaneshrygg fái heimild til löndunar, umskipunar og annarrar þjónustu.

Þetta kemur fram í svari matvælaráðuneytisins vegna fyrirspurnar 200 mílna um afstöðu til áframhaldandi veiða rússneskra togara þrátt fyrir veiðibann Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) sem og bann gegn við löndun, umskipun eða aðra þjónustu við skip sem stunda veiðar á karfa á Reykjaneshrygg.

Tilefni fyrirspurnarinnar er að rússneskir togarar sem stunda þessar veiðar fá enn fulla þjónustu í færeyskum höfnum.

„Ráðuneytinu er kunnugt um að rússnesk skip hafi nú hafið úthafsveiðar á karfa á Reykjaneshrygg en er ekki kunnugt um að skip með karfaafla úr þessum stofnum hafi komið til Færeyja á þessu ári,“ segir í svari ráðuneytisins.

Fleiri þeirra rússnesku togara sem nú eru á miðunum héldu til veiða eftir viðkomu í höfnum í Færeyjum, þar með talið Vityaz sem hélt á Reykjaneshrygg eftir stopp í Runavík. Í Færeyjum eru enn engar reglur sem hindra þessa togara frá því að landa aflanum þar.

Færeyjar ekki undanskildar banni

Við spurningu um hvort íslensk yfirvöld líta svo á að Færeyjar séu bundnar af veiði- og þjónustubanni NEAFC, svarar ráðuneytið að fulltrúar Færeyja hafi haft fullt tækifæri til að vinna gegn samþykkt bannsins. „Líkt og sendinefnd Noregs, sat sendinefndin hjá við afgreiðslu málsins og veitti tillögunni þannig brautargengi. Ef fyrrgreindar sendinefndir hefðu greitt atkvæði gegn tillögunni hefði hún verið felld.“

Ísland, Evrópusambandið og Bretland greiddu atkvæði með banninu en Rússland mótmælti banninu formlega og er því ekki lagalega bundið af banninu. „Þar sem hvorki Færeyjar/Grænland né Noregur mótmæltu tillögunni nýttu þau lönd sér þar með ekki þann möguleika á hindrun samþykkta sem er að finna í NEAFC samningnum.“

Veiðar gegn vísindaráðgjöf

„Fulltrúar Íslands eiga í reglulegum samskiptum við kollega sína í Færeyjum, ekki síst á málefnasviði sjávarútvegsmála og málefna hafsins þar sem bæði löndin hafa ríka hagsmuni. Aðgerðir gegn karfaveiðum á Reykjaneshrygg hafa í mörg ár verið hluti af slíkum samtölum og hefur oftar en ekki verið góð samvinna milli landanna þar að lútandi,“ segir í svari matvælaráðuneytisins.

Vakin er athygli á að ÍSlandi hafi, fyrir innrás Rússlands í Úkraínu átt frumkvæði að viðræðum við Rússa um veiðarnar. „Vonir stóðu til að betra samtal næðist en áður um þessar veiðar. Innrásin í Úkraínu breytti öllum samskiptum Íslands, og annarra aðildarríkja NEAFC, við Rússland og því hefur enn ekkert orðið af þessum viðræðum sem til stóð að yrðu á nýjum grunni.“

Þetta hafi hins vegar ekki hindrað íslensk stjórnvöld í að leita leiða til að stöðva veiðarnar og lagði til fyrrnefnda tillögu um bann gegn löndun, umskipum og þjónustu við skip sem stunda þessar veiðar í höfnum aðildarríkja NEAFC.

„Grunnur þessarar samþykktar er sá að veiðarnar ganga gegn skýrri vísindaráðgjöf um að ekki ætti að heimila neinar veiðar á þessum karfastofnum,“ segir í svarinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.12.24 575,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.12.24 781,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.12.24 292,28 kr/kg
Ýsa, slægð 18.12.24 198,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.12.24 46,15 kr/kg
Ufsi, slægður 18.12.24 151,48 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.12.24 94,06 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.025 kg
Ýsa 3.728 kg
Langa 162 kg
Steinbítur 104 kg
Keila 94 kg
Karfi 29 kg
Hlýri 17 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 10.167 kg
18.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.458 kg
Ýsa 1.330 kg
Karfi 69 kg
Hlýri 54 kg
Samtals 4.911 kg
18.12.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 208 kg
Keila 207 kg
Ýsa 170 kg
Karfi 8 kg
Samtals 593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.12.24 575,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.12.24 781,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.12.24 292,28 kr/kg
Ýsa, slægð 18.12.24 198,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.12.24 46,15 kr/kg
Ufsi, slægður 18.12.24 151,48 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.12.24 94,06 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.025 kg
Ýsa 3.728 kg
Langa 162 kg
Steinbítur 104 kg
Keila 94 kg
Karfi 29 kg
Hlýri 17 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 10.167 kg
18.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.458 kg
Ýsa 1.330 kg
Karfi 69 kg
Hlýri 54 kg
Samtals 4.911 kg
18.12.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 208 kg
Keila 207 kg
Ýsa 170 kg
Karfi 8 kg
Samtals 593 kg

Skoða allar landanir »