Að minnsta kosti tveir rússneskir togarar sem sitt hvort dótturfélag rússnesku útgerðarinnar Norebo gerir út stunda nú veiðar á friðuðum úthafskarfa á Reykjaneshrygg rétt utan íslensku lögsögunnar þvert á bann íslenskra yfirvalda og Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC). Um er að ræða MYS Sheltinga í eigu Sakhalin Leasing Flot JSC og Rybak sem Murmansk Trawl Fleet gerir út, að því er segir í Morgunblaðinu.
Morgunblaðið greindi frá því í gær að Norebo tekur við greiðslum fyrir sjávarfang í gegnum sölufélagið Norebo Europe ltd. inn á gjaldeyrisreikninga í Landsbankanum sem er í 98,2% eigu íslenska ríksins. Ekki er þó hægt að fullyrða að Norebo hafi tekið við greiðslum fyrir friðaðan karfa inn á íslenska bankareikninga.
Að minnsta kosti sex rússneskir togarar hafa hafið veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg og er þeim kleift að stunda veiðarnar þrátt fyrir að rússneskum togurum hafi verið meinað að sækja þjónustu í íslenskum höfnum. Nýta þeir Færeyjar sem bækistöð, þar sem ekki liggja fyrir reglur þar í landi um bann við löndun, umskipun eða annarri þjónustu við skip sem stunda umræddar veiðar í samræmi við skuldbindingar færeyskra stjórnvalda.
Færeysk stjórnvöld fullyrða að engum úthafskarfa af Reykjaneshrygg hafi verið landað í Færeyjum það sem af er ári, að því er fram kemur í svari sjávarútvegs- og samgönguráðuneytis Færeyja (Fiskivinnu- og samferðslumálaráðið). Vert er þó að benda á að veiðar rússnesku togaranna hófust nýverið og héldu margir þeirra á miðin eftir viðkomu í Færeyjum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 660,38 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 324,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,49 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 660,38 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 324,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,49 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |