Landa sífellt meira af hinum ófríða snarphala

Landað hefur verið yfir 60 tonnum af snarphala það sme …
Landað hefur verið yfir 60 tonnum af snarphala það sme af er fiskveiðiári. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Snarphali er eflaust ein af þeim fiskitegundum sem fæstir Íslendingar kannast við en hann
þykir ágætur matfiskur, ekki ósvipaður þorski og öðrum slíkum botnfiski á bragðið. Það sem af er fiskveiðiári 2022/2023 hafa íslensk skip landað rúmlega 60 tonnum af snarphala og er það meira en gert var þrjú fiskveiðiárin á undan, að því er fram kom í síðasta blaði 200 mílna.

Segja má að snarphalinn hafi andlit sem aðeins móðir getur elskað. Fiskurinn er lang- og þunnvaxinn með haus sem er um fjórðungur búksins að stærð og gríðarstór augu. Það er raunar ekki furða að enskumælandi þjóðir kalli hann „onion eye“ eða laukauga í beinni þýðingu.

Snarphalar geta orðið um metri að lengd. Sá stærsti sem veiðst hefur var skráður 110 sentímetrar og náðist á grálúðuslóð vestan Víkuráls 1995, en tegundin er algengur meðafli á grálúðuveiðum.

Snarphalinn er kannski ekki fríður að sjá.
Snarphalinn er kannski ekki fríður að sjá. Ljósmynd/Asgeir Kvalsund

Snæfell landaði 30 tonnum

Frá upphafi fiskveiðiársins 2019/2020 hafa íslensk fiskiskip landað tæplega 193 tonnum af snarphala, að því er segir í talnagögnum Fiskistofu. Þar af hefur Guðmundur í Nesi RE-13, sem Útgerðarfélag Reykjavíkur ehf. gerir út, landað tæplega 97 tonnum eða helmingi þess afla sem skipin hafa veitt. Var mesti aflinn fiskveiðiárið 2021/2022 þegar Guðmundur í Nesi landaði 33,2 tonnum en það sem af er fiskveiðiári hefur skipið landað 23,1 tonni.

Sérstaka athygli vekur að Samherji virðist ætla að verða aflahæst í tegundinni á fiskveiðiárinu og hefur Snæfell EA-310 þegar landað 30,5 tonnum af snarphala. Fiskveiðiárið 2021/2022 landaði Snæfell aðeins tæpum þremur tonnum og árin þar á undan lönduðu skip Samherja nánast engum snarphala.

Nánar má lesa um málið í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,28 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,54 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,22 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,28 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,54 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,22 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »