Makríll í íslenskri lögsögu

Barði NK landaði 1.100 tonn af makríl og síld.
Barði NK landaði 1.100 tonn af makríl og síld. Ljósmynd/Smári Geirsson

Barði NK kom til Neskaupstaðar í morgun með 1.100 tonn af makríl og síld, segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Um er að ræða eigin afla Barða NK og afla þeirra fjögurra skipa sem hann er í veiðisamstarfi með. Aflinn fékkst í íslenskri lögsögu og kemur fram á heimasíðunni að það sé fagnaðarefni að makríll skuli veiðast þar.

Þorkell Pétursson, skipstjóri á Barða, er vongóður um framhald makrílveiðanna.

„Í aflanum sem við vorum að koma með er of hátt hlutfall af íslenskri síld. Makríllinn mun fara í manneldisvinnslu en síldin fer til mjöl- og lýsisvinnslu. Við vorum áður úti í Smugu en þar var mjög dauft yfir veiðunum. Skipin færðu sig inn í íslensku lögsöguna og þá var byrjað að toga í kantinum út af Breiðdalsgrunni, en þar reyndist mikil síld vera í aflanum. Þá færðu skipin sig vestar. Byrjað var að toga við Lónsdýpið og endað við Hornafjarðardýpið og þá var makrílhlutfallið í aflanum mun betra,“ er haft eftir Þorkeli á heimasíðunni.

Makríllinn 500 grömm að stærð

„Það er erfitt að greina hvort um er að ræða makríl eða síld og þessar tegundir eru blandaðar á þessum slóðum. Nú eru fréttir af fiski að ganga úr færeysku lögsögunni og inn í þá íslensku og þar hlýtur makríll að vera á ferðinni. Skipin eru þegar komin þangað. Makríllinn sem við erum með núna er hinn fallegasti fiskur, en hann er um 500 grömm að stærð,“ er haft eftir honum á heimasíðunni.

„Ég held að menn séu bara bjartsýnir á framhaldið og það er óhemju jákvætt að makríllinn veiðist í íslenskri lögsögu. Hann virðist vera heldur seinna á ferðinni en stundum áður en ég held að þetta komi allt saman. Það verður líklega klárað að landa í nótt og þá verður haldið rakleiðis til veiða á ný,“ er loks haft eftir Þorkeli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 493 kg
Keila 164 kg
Steinbítur 91 kg
Ýsa 15 kg
Karfi 2 kg
Samtals 765 kg
9.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 449 kg
Steinbítur 162 kg
Ýsa 80 kg
Keila 49 kg
Ufsi 40 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 805 kg
9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 493 kg
Keila 164 kg
Steinbítur 91 kg
Ýsa 15 kg
Karfi 2 kg
Samtals 765 kg
9.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 449 kg
Steinbítur 162 kg
Ýsa 80 kg
Keila 49 kg
Ufsi 40 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 805 kg
9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg

Skoða allar landanir »