Hentar verkefnum Landhelgisgæslunnar vel

Einar Valsson er skipherra á Freyju segir skipið hafa reynst …
Einar Valsson er skipherra á Freyju segir skipið hafa reynst vel. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Stórt og mikið þilfar varðskipsins Freyju er vel varið fyrir sjógangi og bætir öryggi áhafnar þegar sinna þarf björgunaraðgerðum við erfiðar aðstæður. Þetta er meðal þess sem fram kom í umfjöllun um skipið í síðasta blaði 200 mílna.

Um það bil eitt og hálft ár er liðið síðan Freyja, nýjasta skip Landhelgisgæslunnar, kom fyrst til hafnar á Íslandi. Var skipið smíðað í Kóreu eftir norskri hönnun og sjósett árið 2010, ári áður en varðskipið Þór kom til landsins, og hafði verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinn, m.a. í Evrópu og undan ströndum Brasilíu áður en íslensk stjórnvöld keyptu fleyið.

Einar Valsson er skipherra á Freyju og segir hann fyrsta eina og hálfa árið hafa gengið vel: „Freyja er hönnuð sem dráttar- og þjónustuskip og fyrir vikið er allur búnaður, kranar, dráttar- og spilbúnaður mjög öflugur, og slökkvibyssurnar sömuleiðis, og hentar mjög vel okkar störfum þó svo skipið sé ekki hannað beint til eftirlits og landhelgisgæslu.“

Þilfar Freyju þykir stórt og henta vel til verkefna skipsins.
Þilfar Freyju þykir stórt og henta vel til verkefna skipsins. Ljósmynd/Þorsteinn Dagur Rafnsson
Áhöfnin í útkalli. Freyja hefur mikla dráttargetu og hefur sannað …
Áhöfnin í útkalli. Freyja hefur mikla dráttargetu og hefur sannað notagildi sitt. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Aðlagað að þörfum

„Skipið er nokkuð stórt, og mælist um 4.600 tonn, og var ekkert stórvægilegt sem þurfti að breyta til að taka það í notkun hjá Landhelgisgæslunni. Verið er að laga skipið að okkar rekstri og þörfum. T.d. bæta geymslur og setja upp björgunarbúnað sem ekki var til staðar áður. Þá getur skipið tekið um borð og unnið með mengunarvarnabúnað Umhverfisstofnunar, sem reyndist vel á dögunum þegar flutningaskipið Wilson Skaw strandaði á Húnaflóa, en þá var mengunarvarnagirðingu komið fyrir við skipið á strandstað og svo aftur inni á Steingrímsfirði eftir að skipið var dregið þangað.“

„Einnig var allri eldsneytisolíu dælt úr hinu laskaða skipi yfir í Freyju, þar sem notaðir voru barkar frá Umhverfisstofnum til að koma olíunni á milli skipanna. Frá því að skipið var tekið í notkun hjá Landhelgisgæslunni hefur reynt á ýmsan búnað skipsins sem hefur reynst vel í alla staði,“ segir Einar.

Guðni Th. Jóhannesson forseti skoðar útsýnið úr brúnni í nýlegri …
Guðni Th. Jóhannesson forseti skoðar útsýnið úr brúnni í nýlegri heimsókn um borð Freyju. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Greinina má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka