Færeyingar líklegir til að beita þvingunum á rússneska togara

Rússnenskir togarar í Þórshöfn Færeyjum.
Rússnenskir togarar í Þórshöfn Færeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Gera má ráð fyrir því að utanríkis- og vinnumálaráðherra Færeyja muni beita heimild sinni til að setja auknar þvingunaraðgerðir gegn Rússum og banna landanir rússneskra skipa sem hafa verið á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg.

Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Diljá Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um rússneska togara á Reykjaneshrygg. Eins og greint hefur verið frá hafa rússneskir togarar sem stunda veiðar á karfa á Reykjaneshrygg fengið þjónustu í færeyskum höfnum þrátt fyrir bann Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) þar um.

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í fyrirspurn sinni spurði Diljá Mist að því hvort að ráðherra hefði upplýsingar um það af hverju rússnesku togararnir hefðu fengið þjónustu í Færeyjum. Í svari ráðherra kemur fram að skort hefði lagaheimild í lögum um fiskveiðar til að banna tilteknum skipum að landa í færeyskum höfnum. Þar af leiðandi hefðu rússnesku skipin fengið þjónustu í Færeyjum. Aftur á móti hefðu breytingar á lögum um þvingunaraðgerðir verið samþykktar í færeyska þinginu 16. júní sl. og utanríkis- og vinnumálaráðherra Færeyja lýst því yfir að hann muni beita heimild sinni til að setja fyrrnefndar þvingunaraðgerðir gegn Rússum og banna landanir rússneskra skipa sem hafa verið á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg.

Fram kemur í svarinu, sem var skilað inn um síðustu mánaðamót, að reikna megi með því að bannið verði sett í byrjun júlímánaðar. Þá hafi færeysk stjórnvöld í hyggju að endurskoða lög um fiskveiðar þannig að í framtíðinni verði hægt að beita lokunum af þessu tagi vegna brota á alþjóðasamningum.

Diljá Mist spurði einnig að því að hvort að ráðherra hefði gert athugasemd við stjórnvöld í Færeyjum og Danmörku í sambandi við þessa þjónustu færeyskra hafna við rússneska togara. Því er ekki svarað beint, en tekið fram að íslensk stjórnvöld eigi í reglulegum samskiptum við stjórnvöld í Færeyjum og Danmörku, ekki síst um sjávarútvegsmál og málefni hafsins. Þá kemur fram að íslensk stjórnvöld telji fyrrnefnda lagabreytingu mjög jákvæða.

Aukin áhersla á viðbúnað og eftirlit vegna sæstrengja

Loks er spurt hver viðbrögð íslenskra yfirvalda hafi verið við því að rússneskir togarar, sem sigla vegna þessa um íslenska lögsögu, hafi verið staðnir að því að toga yfir fjarskiptastrengi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í svari ráðherra kemur fram að rússneskir togarar, líkt og önnur skip, njóti frelsis til siglinga og friðsamlegrar farar eftir því sem kveðið er á um í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.

„Umferð rússneskra togara um íslenska lögsögu er heldur takmörkuð en íslensk stjórnvöld hafa gripið til aðgerða til að takmarka hana enn frekar, til að mynda með innleiðingu þvingunaraðgerða Evrópusambandsins um hafnbann og með því að synja umsóknum rússneskra stofnana um að stunda vísindalegar rannsóknir innan íslenskrar lögsögu,“ segir í svarinu.

Þá kemur einnig fram að vegna breyttrar stöðu í öryggismálum í Evrópu hafi Landhelgisgæslan aukið eftirlit með umferð rússneskra togara um íslenska lögsögu, m.a. með gervitunglaeftirliti og auknu samstarfi við nágrannaríki.

„Vegna mikilvægis fjarskiptatenginga við útlönd ákvað þjóðaröryggisráð að kalla til samráðshóp sérfræðinga til þess að fjalla um mögulegar sviðsmyndir komi til rofs á fjarskiptatengingum við útlönd. Markmið samráðsins er nánar tiltekið að kortleggja gagnatengingar við útlönd og varafjarskiptaleiðir, einkum er varðar mikilvæga innviði og starfsemi, að greina skipulagsleg og tæknileg úrlausnarefni og útfærslur, m.a. með tilliti til viðgerðar- og viðbragðsgetu ef kemur til þess að það þurfi að gera við eða lagfæra sæstrengi,“ segir í svarinu.

Þá kemur einnig fram að búið sé að setja á laggirnar sérstaka miðstöð í flotastjórn Atlantshafsbandalagsins sem sinnir samþættingu og upplýsingagjöf í sambandi við neðansjávarinnviði. Þá sé aukinn viðbúnaður og eftirlit bandalagsríkja á hafsvæðinu umhverfis Ísland og nýleg ákvörðun stjórnvalda um að heimila bandarískum kafbátum að koma hingað til lands liður í auknu eftirliti og tryggir betra öryggi neðansjávarinnviða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »