Norðmenn sjá rússneskum skipum fyrir olíu

Olískipið Polar Viking hefur séð rússneskum fiskiskipum fyrir olíu á …
Olískipið Polar Viking hefur séð rússneskum fiskiskipum fyrir olíu á úthafinu. Ljósmynd/Marine Supply AS

Norska olíuflutningaskipið Polar Viking siglir nú reglulega á makrílmiðin á Noregshafi sem eru á alþjóðlegu hafsvæði þar sem olíu er dælt á rússnesk skip sem þar eru á veiðum. Norska skipið sá einnig rússneskum skipum fyrir olíu sem stunduðu veiðar á friðuðum úthafskarfa á Reykjaneshrygg.

Fleiri ríki hafa meinað rússneskum skipum að fá þjónustu í höfnum sínum og er þetta því eitt af fáum leiðum sem rússnesku skipin geta fengið olíu þegar þau eru langt frá heimahöfn. Nú síðast lokuðu Færeyjar á rússnesk skip sem ekki stunduðu veiðar sem falla undir gildandi fiskveiðisamninga Færeyja og Rússlands.

Ísland lokað

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ákvað í mars 2022 að afturkalla undanþágu rússneskra skipa til löndunar og umskipunar í íslenskum höfnum. Var vísað til veikrar stöðu úthafskarfans á Reykjaneshrygg, en á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) árið 2020 náðu íslensk stjórnvöld að sannfæra aðildarríkin, nema Rússland, um bann við veiðunum. Jafnframt var bent á ólöglega innrás Rússlands í Úkraínu.

„Það fer gegn hagsmunum Íslands að auðvelda veiðar annarra þjóða á stofnum sem ekki eru nýttir á sjálfbæran hátt, því hef ég ákveðið að afturkalla þessa undanþágu. Þessu til viðbótar er það mat íslenskra stjórnvalda að framferði Rússa sé með þeim hætti að óverjandi er að viðhalda sérstökum undanþágum þeim til hagsbóta,“ var haft eftir Svandísi í tilkynningu frá ráðuneyti hennar við tilefnið.

Engir samningar um makrílveiðar

Á ársfundi NEAFC í Lundúnum í nóvember á síðasta ári samþykktu síðan aðildarríkin bann við löndun, umskipun eða aðra þjónustu við skip sem stunda veiðar á karfa á Reykjaneshrygg.

Rússnesku togararnir héldu þó áfram veiðum sínum og fengu meðal annars þjónustu í höfnum Færeyja, þrátt fyrir að Færeyjar væru skuldbundnar til að innleiða bann NEAFC.

Tilkynntu færeysk stjórnvöld í júní að þau hygðust standa við skuldbindingar sínar og að þjónusta við rússnesk skip í Færeyjum myndi takmarkast við gildandi fiskveiðisamninga milli ríkjanna tveggja.

Engir samningar eru í gildi um makrílveiðar og hefur því verið vafi um hvernig rússneski skipin hygðust ætla að verða sér út um olíu. Færeyska fréttaveitan Vágaportalurin fullyrðir að norska olíuskipið sjái rússneskum fiskiskipum, sem eru á makrílveiðum á alþjóðlegu hafsvæði á Ægisdýpi, fyrir olíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.24 425,98 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.24 412,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.24 378,86 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.24 300,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.24 177,49 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.24 212,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 8.7.24 346,27 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.24 Daðína SU 12 Handfæri
Þorskur 381 kg
Ufsi 46 kg
Samtals 427 kg
8.7.24 Goði SU 62 Handfæri
Þorskur 739 kg
Samtals 739 kg
8.7.24 Rósin ST 54 Handfæri
Þorskur 690 kg
Samtals 690 kg
8.7.24 Biggi SI 39 Handfæri
Þorskur 764 kg
Ýsa 24 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 791 kg
8.7.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 9 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 788 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.24 425,98 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.24 412,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.7.24 378,86 kr/kg
Ýsa, slægð 8.7.24 300,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.7.24 177,49 kr/kg
Ufsi, slægður 8.7.24 212,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 8.7.24 346,27 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.24 Daðína SU 12 Handfæri
Þorskur 381 kg
Ufsi 46 kg
Samtals 427 kg
8.7.24 Goði SU 62 Handfæri
Þorskur 739 kg
Samtals 739 kg
8.7.24 Rósin ST 54 Handfæri
Þorskur 690 kg
Samtals 690 kg
8.7.24 Biggi SI 39 Handfæri
Þorskur 764 kg
Ýsa 24 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 791 kg
8.7.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 776 kg
Ufsi 9 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 788 kg

Skoða allar landanir »