Höfðu upp á makrílnum í Smugunni

Beitir NK á siglingu að Barða NK í Smugunni í …
Beitir NK á siglingu að Barða NK í Smugunni í þeim tilgangi að dæla um borð afla frá honum. Fjöldi skipa eru á veiðum á svæðinu. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Skipamergð er nú í sunnanverðri Smugunni að veiða makríl. Skipin eru ekki aðeins íslensk, þar eru einnig fjöldi rússneskra og færeyskra skipa. Íslensku uppsjávarskipin höfðu í júlí fundið töluvert af makríl í íslenskri lögsögu rétt austur af landinu og voru á veiðum þar um nokkurt skeið enda stór og stæðilegur makríll að fá.

Í síðustu viku hættu íslensku skipin að finna makríl á sömu slóð og veitt hafði verið og hófst þá nokkur leit austur og norðaustur af landinu í átta að Smugunni. Ekki var þó haldið um leið í Smuguna þar sem veðurskilyrði voru ekki hin bestu þar. Rétt fyrir helgi var hinsvegar haldið í Smuguna og gafst þá makríllinn og hafa íslensku skipin nú landað rúmlega 70 þúsund tonnum af þeim 144 þúsund tonnum sem heimildir eru fyrir.

Innan við 3 sólarhringa að fylla

Í nótt kom Hoffell SU til hafnar á Fáskrúðsfirði með tæp 1.300 tonn af makríl úr Smugunni sem er í um 360 mílna fjarlægð frá heimahöfn. „Góð veiði var í þessum túr aðeins 2 1/2 sólarhring tók að fá aflann,“ segir á vef Loðnuvinnslunnar um veiðina.

Að þessari síðustu löndun meðtalinni er Hoffell búið að landa um 5.300 tonnum það sem af er makrílvertíð. Gert er ráð fyrir að skipið haldi til veiða á ný strax að löndun lokinni.

Hoffell kom til hafnar í nótt með 1.300 tonn.
Hoffell kom til hafnar í nótt með 1.300 tonn. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Valgeir Mar Friðriksson.

Miklu smærri fiskur

Sem fyrr segir eru fjölmörg skip á veiðum í Smugunni og kom Beitir NK til Neskaupstaðar í gær með 1.850 tonn og Margrét EA landaði 1.750 tonnum í Egersund í Noregi. Vilhelm Þorsteinsson ES er á landleið með 1.500 tonn.

„Nú er veitt í Smugunni og þar var alveg glimrandi veiði á meðan við vorum úti. Skipin voru að fá allt upp í 400 tonn í holi. Skipin í okkar samstarfi voru að veiðum í syðri hluta Smugunnar, um 350 mílur austnorðaustur af Norðfjarðarhorni,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Beitir NK kom til hafnar í Neskaupstað í gær.
Beitir NK kom til hafnar í Neskaupstað í gær. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

„Þarna veiðist miklu smærri fiskur en sá sem veiddist í íslensku lögsögunni. Fiskurinn sem þarna fæst er mikið 370 – 400 grömm en fiskurinn sem veiddist í okkar lögsögu var gjarnan 500 – 600 grömm. Mér finnst vertíðin hafa gengið býsna vel til þessa og það er afar mikilvægt hve mikið hefur veiðst í íslenskri lögsögu. Svo bíður norsk – íslenska síldin handan við hornið og það verður spennandi að fá að glíma við hana,“ segir Tómas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 493 kg
Keila 164 kg
Steinbítur 91 kg
Ýsa 15 kg
Karfi 2 kg
Samtals 765 kg
9.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 449 kg
Steinbítur 162 kg
Ýsa 80 kg
Keila 49 kg
Ufsi 40 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 805 kg
9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 493 kg
Keila 164 kg
Steinbítur 91 kg
Ýsa 15 kg
Karfi 2 kg
Samtals 765 kg
9.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 449 kg
Steinbítur 162 kg
Ýsa 80 kg
Keila 49 kg
Ufsi 40 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 805 kg
9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg

Skoða allar landanir »