Kveður sáttur framkvæmdastjórastöðuna

Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði
Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði mbl.is/Gunnlaugur

Friðrik Mar Guðmundsson er í óðaönn að svara símtölum og skipuleggja veisluhöld er blaðamann ber að garði. Á morgun verður haldið hátíðlega upp á 90 ára afmæli Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og 50 ára afmæli Ljósafells SU sem Loðnuvinnslan, dótturfélag kaupfélagsins, gerir út.

Tilkynnt var um það í apríl að Friðrik muni láta af störfum sem framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga síðar í haust eftir áratug í því starfi. Rætt er við Friðrik í Morgunblaðinu í dag.

Er erfitt að kveðja starfið?

„Nei, það er bara góð tilfinning. Ákvörðunin er svo sem ekki ný. Þegar mér var boðið þetta starf fyrir tíu árum, þá vorum við hjónin hugsi, okkur leið vel í Reykjavík, búin að búa þar í tólf ár. Við ákváðum að gefa þessu tækifæri og að gefa þessu tíu ár, en svo eru þau bara allt í einu liðin. Þetta líður fljótt þegar er nóg að gera og er gaman. Við höfum átt hér góð ár og ánægjuleg, ég og konan. Við erum mjög sátt við þessa ákvörðun. Börnin okkar og barnabörnin eru öll í Reykjavík og við erum að hugsa um að fara á það svæði þó við flytjum ekki alveg til Reykjavíkur. Við eigum sex barnabörn og viljum vera nærri þeim.“

Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar.
Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar. mbl.is/Gunnlaugur

Friðrik skilar af sér félagi í góðri stöðu. „Fyrirtækið hefur gengið vel. Eigið fé var fyrir tíu árum tæpir þrír milljarðar og er nú 16 milljarðar. Það hefur fimmfaldast á þessu tímabili. Félagið stendur mjög sterkt. Starfsfólkið er gott og það eru margir sem hafa unnið hér mjög lengi. Árangur næst ekki nema með góðu fólki.“

Loðnuvinnslan og Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hafa skilað samfélaginu tæplega 300 milljónum króna í formi styrkja á undanförnum tíu árum.

Söguleg loðnuvertíð

Spurður hvernig honum hafi litist á fiskveiðiárið 2022/2023 sem leið undir lok 31. ágúst svarar Friðrik: „Það hefur allt gengið vel. Þetta var gjafmild loðnuvertíð þó að verð á hrognum hafi verið miklu lægra, sem var þó viðbúið. Hrognin lækkuðu um 60 til 65% enda var ekki hægt að miða við verð sem voru áður. Ísland framleiddi 25 þúsund tonn og við framleiddum 5.300. Það hefur aldrei gerst í sögunni að einn aðili hafi framleitt svona mikið.“

Ítarlegra viðtal við Friðrik Mar Guðmundsson í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 493 kg
Keila 164 kg
Steinbítur 91 kg
Ýsa 15 kg
Karfi 2 kg
Samtals 765 kg
9.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 449 kg
Steinbítur 162 kg
Ýsa 80 kg
Keila 49 kg
Ufsi 40 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 805 kg
9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 493 kg
Keila 164 kg
Steinbítur 91 kg
Ýsa 15 kg
Karfi 2 kg
Samtals 765 kg
9.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 449 kg
Steinbítur 162 kg
Ýsa 80 kg
Keila 49 kg
Ufsi 40 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 805 kg
9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg

Skoða allar landanir »