Vinnslustöðin lætur byggja 5.600 fermetra hús

Breytingar verða gerðar á húsnæði Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Breytingar verða gerðar á húsnæði Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bygging nýs 5.600 fermetra húsnæði fyrir Vinnslustöðina í Vestmananeyjum er að hefjast á Vinnslustöðvarreitnum. Um er að ræða tveggja hæða hús og verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Gert er ráð fyrir að saltfiskvinnslan hefjist í nýju húsnæði á vetrarvertíðinni 2025.

Nýbyggingin verður L-laga, að hluta í gamla þróarrýminu sem snýr út að Hafnargötu í krikanum þar sem er nýlegur aðalinngangur Vinnslustöðvarinnar, að því er fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar.

„Við erum núna að hreinsa út úr húsunum og byrjum að rífa þökin einhvern næstu daga. Gamlir útveggir þróarinnar verða notaðir áfram en steypt nýtt milligólf og öðru breytt eins og þurfa þykir. Þegar þar að kemur fer mikill tækjabúnaður inn á gólf efri hæðar. Þar verður innvigtun uppsjávarafla, flokkun og flökun sem uppfyllir allar kröfur í nýrri reglugerð þar að lútandi,“ er haft eftir Willum Andersen, tæknilegum rekstrarstjóra útgerðarinnar.

Nýtt húsnæði Vinnslustöðvarinnar verður yfir fimm þúsund fermetrar.
Nýtt húsnæði Vinnslustöðvarinnar verður yfir fimm þúsund fermetrar. Mynd/Vinnslustöðin

Auðveldar síðari uppbyggingu

Ekki hefur verið horfið frá ákvörðun aðalfundar 2023 um að fresta framkvæmdum sem samþykktar voru á aðalfundi 2022 er snéru að því að rífa gömlu húsin þar sem starfrækt er bolfiskvinnsla og gömlu verbúðina á efri hæð en reisa í staðinn átta þúsund fermetra hús í áföngum svo unnt yrði að halda þar gangandi vinnslu á framkvæmdatímanum.

Var framkvæmdum frestað „í varúðarskyni vegna alþjóðlegs óvissuástands í efnahagsmálum með tilheyrandi áhrifum á starfsemi fjármálastofnana erlendis og hérlendis.“ Nýbygging mun hins vegar rísa þar sem loðnuþrærnar eru nú og saltfiskvinnslan færist þangað. „Þar með verður auðveldara en ella að rífa gamla bolfiskhúsið og reisa nýtt í staðinn, hvenær svo sem að því kemur.“

T.ark arkitektar í Reykjavík sjá um hönnun nýja hússins.

Eykt ehf. verður aðalverktaki. Eykt er öflugt þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði og hefur annast stórframkvæmdir fyrir Vinnslustöðina undanfarin ár við nýja uppsjávarhúsið, tengibygginguna, mjölhúsið og frystigeymsluna á Eiði.

Húsið verður L-laga.
Húsið verður L-laga. Mynd/Vinnslustöðin

Æfingasvæði handbolta

Fram kemur að loðnuþrærnar hafi gegnt mikilvægu hlutverki í sögu Vinnslustöðvarinnar en bent á að þær eigi einnig hlutverki að gegna í íþróttasögu Vestmannaeyja.

Var í bók sem gefin var út árið 2016 í tilefni af sjötugsafmæli VSV haft eftir Ingibjörgu Finnbogadóttur, starfsmanni fyrirtækisins til áratuga: „Ég æfði handbolta og keppti með Tý. Eitt sumarið var æfingarsvæðið opin hráefnisþró Fiskimjölsverksmiðjunnar og því einungis yfir götu að fara úr Vinnslustöðinni beint á æfingu. Þá styrktust upphandleggsvöðvarnir verulega og ég varð fyrir vikið býsna skothörð um þær mundir!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.11.24 551,68 kr/kg
Þorskur, slægður 15.11.24 327,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.11.24 463,20 kr/kg
Ýsa, slægð 15.11.24 200,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.11.24 10,00 kr/kg
Ufsi, slægður 15.11.24 331,41 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 15.11.24 336,89 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 616 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 662 kg

Skoða allar landanir »