Kambur fyrst íslenskra fyrirtækja með UNO

Ragnar. A Guðmundsson sölustjóri Vélfags, Bjarmi A. Sigurgarðarson þróunarstjóri Vélfags, …
Ragnar. A Guðmundsson sölustjóri Vélfags, Bjarmi A. Sigurgarðarson þróunarstjóri Vélfags, Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf. og Hólmar Jóhann Hinriksson framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Kambs. Ljósmynd/Aðsend

Brim hf., Fiskvinnslan Kambur ehf. og Vélfag ehf. skrifuðu í dag undir samning á Sjávarútvegsráðstefnunni um kaup á fyrstu UNO vélinni á Íslandi, en vélin verður sett upp í vinnsluhúsnæði Fiskvinnslunnar Kambs í Hafnarfirði.

Samkvæmt samkomulagi fyrirtækjanna hefur Brim tryggt sér forkaupsrétt á fimm UNO-vélum sem framleiddar verða, en um er að ræða eina helstu nýjung í fiskvinnslu á heimsvísu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

UNO er fiskvinnsluvél sem tekur við slægum fiski og sér hún síðan um að flaka, skera út beingarð,og roðrífa án utanaðkomandi aðstoðar og skilar frá sér flökum, tilbúin í snyrtingu, ásamt aukaafurðum. Vélin er afrakstur nokkurra ára þróunarstarfs Vélfags en hún var kynnt til leiks á síðasta ári.

Framtíð sjávarútvegsins

„Þetta er framtíðin fyrir íslenskan sjávarútveg, sjálfvirkni sem fækkar höndum og eykur gæði, hraða og afköst. Við erum gríðarlega ánægð með þennan samning og að vera fyrsta íslenska fyrirtækið til að innleiða þessa tækni og þar af leiðandi að styðja við tækniframfarir í sjávarútvegi“,segir Hólmar Jóhann Hinriksson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Kambs.

Gert er ráð fyrir að Fiskvinnslan Kambur fái vélina afhenda í fyrri hluta árs 2024.

„Þetta er stór áfangi fyrir Vélfag og mikil viðurkenning að Brim fjárfesti í UNO ásamt forkaupsrétt af fimm UNO vélum til viðbótar. Við finnum við fyrir gríðarlegum áhuga og eftirvæntingu á markaðnum fyrir þessari lausn og kemur vélin til með að gjörbylta hvítfiskvinnslu og er ein mesta framþróun í vinnslutækni síðari ára, algjör leikbreytir„ segir Ragnar Guðmundsson, sölustjóri Vélfags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 398,89 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 352,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,27 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.773 kg
Þorskur 876 kg
Steinbítur 273 kg
Skarkoli 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.955 kg
17.7.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 5.054 kg
Þorskur 3.492 kg
Skarkoli 1.236 kg
Skrápflúra 192 kg
Steinbítur 27 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 10.019 kg
17.7.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 139 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 398,89 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 352,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,27 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.773 kg
Þorskur 876 kg
Steinbítur 273 kg
Skarkoli 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.955 kg
17.7.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 5.054 kg
Þorskur 3.492 kg
Skarkoli 1.236 kg
Skrápflúra 192 kg
Steinbítur 27 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 10.019 kg
17.7.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 139 kg

Skoða allar landanir »