„Landhelgisgæslan einungis að sinna hlutverki sínu“

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan segir að hlutverk sitt á hafsvæðinu umhverfis Ísland sé skýrt og lögum samkvæmt beri stofnuninni að sjá til þess að lögum og reglum sé þar framfylgt.

Þetta segir í skriflegu svari frá Landhelgisgæslunni til mbl.is í kjölfar yfirlýsingar fyrirtækisins Sea Trips, sem á snekkjuna Amelíu Rose, í gær þar sem gagnrýnd voru vinnubrögð Landhelgisgæslunnar þegar varðskipið Þór stöðvaði Amelíu Rós og vísaði skipinu til hafnar á Akranesi.

Snekkjan Amelía Rós.
Snekkjan Amelía Rós. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins í gær segjast þeir langþreyttir á þeim ofstopa og yfirgangi sem þeir segjast hafa mætt af hálfu Landhelgisgæslunnar. Þá gagnrýndu þeir að snekkjunni hafi verið gert að sigla 8,1 sjómílur að hafnarsvæði Akraness þrátt fyrir að vera í 4,9 sjómílna fjarlægð frá Reykjavíkurhöfn þegar hún var stöðvuð af varðskipi Landhelgisgæslunnar.

Styttra til Akraness en Reykjavíkur

Í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar til mbl.is segir:

„Við hefðbundið eftirlit áhafnarinnar á varðskipinu Þór kom í ljós að of margir farþegar voru um borð í umræddu skipi, miðað við útgefið farþegaleyfi, á því svæði þar sem eftirlitið fór fram. Við slíkar aðstæður eru skip send til næstu hafnar í þágu rannsóknarhagsmuna og öryggis farþeganna.

Í þessu tilviki var styttra til Akraness en til Reykjavíkur. Landhelgisgæslan ítrekar að lögum samkvæmt ber stofnuninni m.a. að annast löggæslu á hafinu og í þessu tilviki var Landhelgisgæslan einungis að sinna hlutverki sínu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,22 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 301,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,22 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 301,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »