Hefna sín á Færeyjum fyrir að standa við samninga

Rússneskir togarar í Þórshöfn Færeyjum. Rússnesk stjórnvöld hafa nú til …
Rússneskir togarar í Þórshöfn Færeyjum. Rússnesk stjórnvöld hafa nú til skoðunar bann við innflutningi á færeyskum sjávarafurðum. Árni Sæberg

Rússnesk stjórnvöld skoða nú bann við innflutningi á sjávarafurðum frá Færeyjum sem svar við því að Færeyingar ákváðu fyrr á árinu að veita aðeins þeim skipum sem veiða samkvæmt gildandi fiskveiðisamningum ríkjanna tveggja þjónustu í færeyskum höfnum. Hugmyndirnar um bann mæta andstöðu í Rússlandi.

Samtök rússneskra fiskinnflytjenda og fiskvinnslna biðla nú til rússneskra stjórnavalda, nánar til tekið landbúnaðarráðuneytisins, að hætta við fyrirhugað bann við innflutningi færeyskra sjávarafurða. Færeyskar vörur eru mikilvægur hlekkur í að tryggja afurðir fyrir rússneska markaðinn, að því er fram kemur í umfjöllun Intrafish.

Samkvæmt tölum fiskistofu Rússlands hefur innflutningurinn aðallega verið frosin síld, makríll og loðna. Innflutningur á frosnum fiski frá Færeyjum til Rússlands nam 71,5 þúsund tonnum árið 2022 og er það um 50% minna en árið 2018. Fullyrða samtökin að verðhækkanir verða á innanlandsmarkaði í Rússlandi ef innflutningurinn stöðvast.

Fjöldi fyrirtækja eiga aðild að samtökum rússneskra fiskinnflytjenda og fiskvinnslna, sem þekkt eru undir heitinu Fiskibandalagið. Þar á meðal eru á þriðja tug innflutningsaðila sem og fiskveiðisamband Rússlands, en innan sambandsins eru á fjórða tug fiskvinnslufyrirtækja.

Telja Rússa veiða nóg sjálfir

Í tilkynningu 23. október sagði fiskistofa Rússlands frá því að stofnunin myndi leggja til við ráðuneyti landbúnaðarmála að bann yrði sett á sjávarafurðir frá Færeyjum, að því er fram kemur í umfjöllun rússnesku ríkisfréttaveitunnar TASS. Sagði stofnunin tillöguna um bannið vera „svar við verndaraðgerðum gegn rússneskum sjávarútvegsfyrirtækjum“.

Var fullyrt að bannið „mun ekki hafa neikvæð áhrif á fæðuöryggi landsins, þar sem rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki framleiða og afhenda þessar tegundir fisks við strandlengju Rússlands og framleiða afurðir úr þeim.“

Rússar hafa flutt þó nokkuð inn af uppsjávarfiski frá Færeyjum, …
Rússar hafa flutt þó nokkuð inn af uppsjávarfiski frá Færeyjum, þar á meðal makríl. mbl.is/Árni Sæberg

Sýndu ábyrgð gagnvart Rússlandi

Verndaraðgerðirnar sem rússneska stofnunin vísar til er ákvörðun Færeyinga að leyfa ekki rússneskum skipum sem stundað hafa veiðar sem rúmast ekki innan gildandi fiskveiðisamninga ríkjanna tveggja að landa, umskipa eða fá aðra þjónustu í færeyskum höfnum. Nær þetta til dæmis til rússneskra togara sem hafa stundað ólöglegar karfaveiðar á Reykjaneshrygg.

Á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) í Lundúnum í nóvember á síðasta ári samþykktu aðildarríkin bann við löndun, umskipun eða aðra þjónustu við skip sem stunda veiðar á karfa á Reykjaneshrygg, en bann við veiðunum var samþykkt 2020.

Færeysk stjórnvöld kynntu tillögu um að takmarka þjónustu við skip sem meðal annars stunduðu þessar karfaveiðar í júní en fram til þess höfðu rússnesk skip notið fullrar þjónustu í þarlendum höfnum.

„Önnur ríki geta ekki lengur ásakað okkur í Færeyjum um að sýna ekki ábyrgð gagnvart Rússlandi,“ hafði færeyska ríkisútvarpið (Kringvarp Føroya) eftir Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, við tilefnið.

Bentu færeysk stjórnvöld á að á undangengnum tólf mánuðum (júní 2022 til júní 2023) höfðu rússnesk skip umskipað um 400 þúsund tonnum í Færeyjum en hafa samkvæmt samningum aðeins heimild til veiða á 100 þúsund tonnum í færeyskri lögsögu.

Færeysk yfirvöld gáfu það nýverið út að leitað yrði leiða til þess að endurnýja gildandi fiskveiðisamninga við Rússland, en óljóst er hvort fyrirhugað bann mun hafa áhrif á gang þeirra viðræðna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.12.24 575,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.12.24 781,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.12.24 292,28 kr/kg
Ýsa, slægð 18.12.24 198,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.12.24 46,15 kr/kg
Ufsi, slægður 18.12.24 151,48 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.12.24 94,06 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.025 kg
Ýsa 3.728 kg
Langa 162 kg
Steinbítur 104 kg
Keila 94 kg
Karfi 29 kg
Hlýri 17 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 10.167 kg
18.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.458 kg
Ýsa 1.330 kg
Karfi 69 kg
Hlýri 54 kg
Samtals 4.911 kg
18.12.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 208 kg
Keila 207 kg
Ýsa 170 kg
Karfi 8 kg
Samtals 593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.12.24 575,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.12.24 781,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.12.24 292,28 kr/kg
Ýsa, slægð 18.12.24 198,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.12.24 46,15 kr/kg
Ufsi, slægður 18.12.24 151,48 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.12.24 94,06 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.025 kg
Ýsa 3.728 kg
Langa 162 kg
Steinbítur 104 kg
Keila 94 kg
Karfi 29 kg
Hlýri 17 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 10.167 kg
18.12.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.458 kg
Ýsa 1.330 kg
Karfi 69 kg
Hlýri 54 kg
Samtals 4.911 kg
18.12.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 208 kg
Keila 207 kg
Ýsa 170 kg
Karfi 8 kg
Samtals 593 kg

Skoða allar landanir »