Frumsýna mynd Patagóníu um íslenskt sjókvíaeldi

Myndin Laxaþjóð verður heimsfrumsýnd í Gamlabíói á morgun.
Myndin Laxaþjóð verður heimsfrumsýnd í Gamlabíói á morgun. Ljósmynd/Aðsend

Á morgun verður heimsfrumsýnd heimildarmyndin „Laxaþjóð“ sem framleidd er af bandaríska útivistarvörurfyrirtækinu Patagonia um stöðuna sem er komin upp í sambandi við sjókvíaeldi hér á landi. Þá hefur Patagonia hefur boðið stórum hópi fulltrúa evrópskra og bandarískra fjölmiðla til landsins í tilefni af frumsýningunni.

Fram kemur í fréttatilkynningu að sýning myndarinnar sé hluti af viðamikilli dagskrá í Gamla bíói í Reykjavík sem er samvinnuverkefni Patagonia og íslensku samtakanna Vá - félag um vernd fjarðar, NASF og Íslenska nátúruverndarsjóðsins.

Fyrir sýningu mun Veiga Gréttarsóttir flytja erindi og sýna ljósmyndir og myndskeið sem hún hefur tekið í við við sjókvíar og tónlistarkonan GDRN kemur fram. Eftir sýninguna verða panelumræður um efnið og kvöldinu lýkur með DJ setti þriggja meðlima FM Belfast.

Myndin er liður í herferð Patagonia sem hefur tekið afgerandi afstöðu gegn laxeldi í opnum sjókvíum og hefur fyrirtækið á undanförnum átján mánuðum eytt andvirði um 10 milljörðum króna til að styrkja umhverfisbaráttu víða um heim.

Tökulið var statt hér á landi fyrir tilviljun er strokulax …
Tökulið var statt hér á landi fyrir tilviljun er strokulax byrjaði að ganga í ár. Ljósmynd/Aðsend

Eins og á vettvangi glæps

Fram kemur í tilkynningunni að myndin var tekin upp síðastliðið haust en tökuliðið lenti óvænt í atburðarás sem var sem nýfarin af stað þegar fiskur sem slapp úr sjókví Arctic Fish tók að ganga í ár um allt land.

„Við lentum eiginlega í miðjum látunum út af sleppingunni en fengum fyrir vikið magnaðan kafla í myndina sem höfðum ekki gert ráð fyrir enda tökudagar á Íslandi planaðir löngu áður en fiskurinn slapp,“ er haft eftir Arthur Neumeier leikstjóra heimildarmyndarinnar.

„Þetta var eins og að koma á vettvang glæps þar sem sönnunargögnin streymdu fram upp á yfirborðið. Norsku froskkafararnir með skutulbyssurnar komu rétta á eftir okkur til landsins,“ segir Neumeier sem er Hollendingur en búsettur í Suður-Afríku.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Arthur Neumeier.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Arthur Neumeier. Ljósmynd/Aðsend

Hvatt til banns

„Við erum með 50 ára sögu um óbilandi áherslu á umhverfisvernd og áttum okkur fyllilega á að heilbrigði náttúrunnar og hagkerfis okkar eru samofin,“ segir Ryan Gellert, forstjóri Patagonia, um ástæður þess að Patagonia hefur svona mikinn áhuga á Íslandi.

„Það er ástæða þess að ég kom til Íslands í nóvember 2019 til að afhenda undirskriftir 180.000 manna um allan heim með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að hætta laxeldi í opnum sjójkvíumi. Þann dag stóð ég við hlið íslenskra fulltrúa veiðifélaga og grasrótarsamtaka. Við vonuðumst öll til þess að enn væri tími til að snúa við skaðanum á óspilltum líffræðilegum fjölbreytileika Íslands og þar með framtíð þess,“ segir hann.

Kveðst Gellert hafa undanfarin fjögur ár fylgst með hvernig hafi ræst úr þeirri atburðarrás sem varað var við í tengslum við sjókvíaeldi. „Ástandið fyrir lífríki Íslands og villta laxastofna verður sífellt alvarlegra. En ég vona, vegna þess að ég hef trú á framtíðarsýn og hugrekki íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt, til að standa vörð um náttúruna ykkar, stolt þjóðarinnar, að það verði brugðist við og opið sjókvíaeldi bannað áður en það verður of seint.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »