Verðmæti ferskra afurða jókst um 38%

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 28,5 milljarðar í apríl.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 28,5 milljarðar í apríl. mbl.is/Hafþór

Útflutningsverðmæti ferskra sjávarafurða var í apríl síðastliðnum 38% hærra en í sama mánuði í fyrra og stóðu þær fyrir 27% útflutningsverðmætum sjávarafurða í heild. Hefur hlutfall ferskra afurða aldrei verið meira. Jafnframt hafa útflutningsverðmæti ferskra afurða aldrei verið meiri á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Vakin er athygli á þessu í nýjustu greiningu Radarsins.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í apríl var 28,5 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Um er að ræða 2% aukningu frá sama mánuði á síðasta ári. Í greiningu Radarsins er bent á að aukningin sé þó um 1% í erlendri mynt þar sem gengi krónunnar var 1% hærri í apríl síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Myndarleg aukning

Ferskar afurðir skiluðu 7,7 milljörðum króna í apríl sem er veruleg aukning frá sama mánuði á síðasta ári þegar fengust 5,6 milljarðar.

Einnig varð veruleg aukning í útflutningsverðmætum saltaðra og þurrkaðra afurða og skiluðu þær 5,1 milljarði króna, sem er 27% meira en fékkst fyrir þennan afurðaflokk í apríl á síðasta ári.

Aukning varð einnig í útflutningsverðmætum „annarra sjávarafurða“ en þó aðeins minni, 5%. Í greiningu Radarsins er bent á að undir þennan afurðaflokk heyra meðal annars loðnuhrogn.

„Þar sem um fyrstu bráðabirgðatölur Hagstofunnar ræðir í apríl liggja ekki fyrir upplýsingar um verðmæti niður á einstaka fisktegundir í mánuðinum. Gera má þó ráð fyrir að nokkur útflutningur sé á loðnuhrognum í apríl frá síðustu loðnuvertíð, líkt og verið hefur undanfarna mánuði.“

Mynd/Radarinn

Samdráttur annarra flokka

Mikill samdráttur varð í útflutningi heilfrysts fisks í apríl og drógust útflutningsverðmæti þess flokks saman um 35% milli ára.

„Þann samdrátt má vafalaust að stærstum hluta rekja til loðnubrests, enda var þó nokkur útflutningur á heilfrystri loðnu í apríl í fyrra,“ segir á Radarnum.

Í apríl síðastliðnum voru útflutningsverðmæti frystra flaka 11% minni en í sama mánuði á síðasta ári auk þess sem útflutningsverðmæti fiskismjöls dróst saman um 8% og lýsis um 10%. Mesti samdrátturinn var í rækju og voru útflutningsverðmæti afurðarinnar 61% minni í apríl á þessu ári en á síðasta ári.

Aldrei meira fyrir lýsi

Samanlögð útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu fjórum mánuðum ársins eru tæplega 111 milljarðar króna sem er rúmlega 3% minna en fékkst á sama tímabili í fyrra.

„Vart þarf nefna að þennan samdrátt má alfarið skrifa á loðnubrest. Það endurspeglast ágætlega í þeim mikla samdrætti sem er í útflutningsverðmæti fiskimjöls (40%) og heilfrysts fisks (33%) á milli ára, en í báðum flokkum voru loðnuafurðir, þ.e. loðnumjöl og heilfryst loðna, fyrirferðarmiklar í fyrra,“ segir í greiningunni.

Nokkur aukning er þó í sumum afurðaflokkum og eykst útflutningsverðmæti lýsis um 16% milli ára og ferskra afurða um 14%. „Í þeim tilvikum hafa verðmætin í raun aldrei verið meiri á fyrsta ársþriðjungi og nú í ár.“

Mynd/Radarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 294 kg
Grásleppa 197 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 501 kg
20.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 1.253 kg
Þorskur 158 kg
Samtals 1.411 kg
20.5.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 948 kg
Samtals 948 kg
20.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 2.136 kg
Samtals 2.136 kg
20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 294 kg
Grásleppa 197 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 501 kg
20.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 1.253 kg
Þorskur 158 kg
Samtals 1.411 kg
20.5.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 948 kg
Samtals 948 kg
20.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 2.136 kg
Samtals 2.136 kg
20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg

Skoða allar landanir »