„Engum dylst að höfnin á Sauðárkróki er barn síns tíma og stendur nú þegar samkeppnishæfni FISK Seafood, og raunar fleiri atvinnugreinum í Skagafirði, fyrir þrifum,“ segir í nýrri sjálfbærniskýrslu FISK Seafood.
Þar segir að flutningaskip og skemmtiferðaskip hafi farið stækkandi og þau nýjustu geti fæst athafnað sig í höfninni.
„Sama gildir um fyrirhugaða endurnýjun FISK Seafood í fiskveiðiflota sínum. Orkuskiptin og aðrir umhverfisþættir kalla af ýmsum ástæðum á stærri fiskiskip. Ein þeirra er sú einfalda staðreynd að vistvænt eldsneyti tekur þrefalt meira pláss um borð heldur en olían. Þess vegna verða skipin að stækka. Án þess að nútímavæða innviðina, þ.e. að dýpka og stækka höfnina, mun flotinn úreldast og glata samkeppnishæfni sinni.“
FISK Seafood hefur ekki aðeins haft til skoðunar að yngja flotan heldur hefur fyrirtækið átt stórfelld áform um uppbyggingu hátæknifiskvinnslu á Sauðárkróki og hefur höfnin einnig verið til umræðu í því samhengi.
„Um leið og ákvörðun hefur verið tekin um endurbætur á höfninni mun FISK Seafood einnig bretta upp ermar í stórhuga umbótaverkefnum á Eyrinni. Fyrirhuguð nýbygging hátæknifrystihúss er þar fremst í flokki og það liggur í augum uppi að tilhögun hennar og umfang ræðst talsvert af því hvort fjárveiting fáist til hafnarframkvæmdanna á allra næstu misserum. Á næsta ári er áætlað að hefja fyrsta hluta framkvæmdanna, það er lagfæra þil gömlu hafnarinnar,“ segir í samfélagsskýrslu útgerðarinnar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |