Samfélagssporið jókst um 20% milli ára

Samfélagsspor FISK Seafood var rúmlega 3,4 milljarðar króna á síðasta …
Samfélagsspor FISK Seafood var rúmlega 3,4 milljarðar króna á síðasta ári. mbl.is

Samfélagsspor af rekstri samstæðu FISK Seafood jókst um 20% milli áranna 2022 og 2023. Á síðasta ári fjárfesti félagið verulegum upphæðum í aflaheimildum og jók fjárfestingu sína í Iceland Seafood International.

Þetta má lesa í nýlegri sjálfbærniskýrslu sem félagið hefur birt.

Fram kemur að samfélagsspor af rekstri samstæðu FISK Seafood nam á síðasta ári tæplega 3,4 milljörðum króna og er það tæplega 32% umfangsmeira samfélagsspor af rekstrinum en árið 2021.

Greiddi félagið meðal annars um 513 milljónir í tekjuskatt, 307 milljónir í tryggingagjald, 477 milljónir í veiðigjöld og 163 milljónir í hafnarsjóði.

Þó nokkrar fjárfestingar

Á síðasta ári áttu sér stað nokkrar fjárfestingar og er greint frá því að helstu fjárfestingarnar hafi verið „kaup félagsins á dragnótarbátnum Hafdísi SK-3. Um svipað leyti var bátnum Lundey SK-3 lagt og hann síðan seldur. Hlutabréf í Iceland Seafood International voru keypt fyrir rúmlega 317 milljónir og á félagið í dag 11,8% hlut í félaginu. Fjárfest var í aflaheimildum fyrir tæplega 1,9 milljarða króna. Á móti þessum fjárfestingum voru aflaheimildir seldar fyrir tæplega 749 milljónir.“

Í tengslum við fjárfestinguna í sölufélaginu Iceland Seafood segir að langstærstur hluti afurða FISK sé seldur í gegnum það félag og dótturfélagið Iceland Seafood Iberica.

„Stærstu viðskiptalönd FISK Seafood fyrir léttsaltaðar og saltaðar afurðir voru Spánn, Ítalía og Grikkland. Sjófrystar afurðir af Arnari HU-1 voru seldar til Bretlands, Póllands og Bandaríkjanna. Afurðir félagsins rötuðu þó einnig á fleiri markaði, þá sérstaklega í Mið- og Norður-Evrópu. Þurrkaðar afurðir voru helst seldar til Nígeríu. Allar afurðir félagsins sem fóru í útflutning voru fluttar sjóleiðina til markaðslandanna,“ segir í skýrslunni.

Nýsmíði undirbúin

Í fyrra var einnig unnið að undirbúningi vegna fyrirhugaðrar nýsmíði togara. „ Í þeim efnum er m.a. horft til nýs orkugjafa, sparneytni í orkunotkun og tengingar við vistvæna raforku í landi. FISK Seafood leggur sitt af mörkum í samstarfsverkefnum SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi) og tekur m.a. þátt í starfi vinnuhóps samtakanna sem leitar leiða til að draga úr kolefnislosun sjávarútvegsins,“ segir í skýrslunni.

Þó er bent á, eins og fjallað var um á 200 mílum nýverið, að skortur á fjárfestingum opinberra aðila í hafnarinnviðunum á Sauðárkróki trufli uppbyggingu félagsins bæði með tilliti til skipa og nýs hátæknifrystihúss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.7.24 471,71 kr/kg
Þorskur, slægður 22.7.24 396,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.7.24 366,25 kr/kg
Ýsa, slægð 22.7.24 235,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.7.24 246,94 kr/kg
Ufsi, slægður 22.7.24 223,45 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 22.7.24 607,72 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 5.403 kg
Langa 535 kg
Ýsa 442 kg
Keila 336 kg
Steinbítur 155 kg
Karfi 109 kg
Hlýri 62 kg
Samtals 7.042 kg
22.7.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 3.160 kg
Þorskur 1.817 kg
Skarkoli 867 kg
Skrápflúra 307 kg
Sandkoli 48 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra 9 kg
Karfi 6 kg
Ufsi 5 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 6.253 kg

Skoða allar landanir »