Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að íslenska ríkið þurfi að greiða sjávarútvegsfyrirtækjunum Vinnslustöðinni og Hugin skaðabætur vegna tjóns sem útgerðirnar urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta á liðnum áratug. Bætur ríkisins til Vinnslustöðvarinnar voru þó lækkaðar.
Landsréttur birti dómana tvo fyrr í dag.
Vinnslustöðinni voru dæmdar um 515 milljónir kr. í bætur auk vaxta og dráttarvaxta í héraðsdómi í fyrra en Landsréttur lækkaði í dag bæturnar niður í 269,5 milljónir.
Upphaflega byggðu útgerðirnar kröfur sínar á því að ríkið væri skaðabótaskylt, þar sem ranglega hefði verið staðið að úthlutun makrílkvóta, annars vegar árin 2011-2014 og hins vegar 2014-2018. Minna hefði komið í hlut fyrirtækjanna en þeim hefði borið samkvæmt lögum.
Í dómi Landsréttar í máli Vinnslustöðvarinnar segir hins vegar að kröfur útgerðarinnar fyrir árin 2011 og 2012 séu fyrndar. Ríkinu sé þó skylt að greiða bætur fyrir árin 2013 til 2018.
Héraðsdómur dæmdi í fyrra í hlut Hugins um 329 milljónir kr. í skaðabætur auk vaxta og dráttarvaxta og var það niðurstaða Landsréttar að sá dómur skyldi vera óraskaður.
Upphaflega stefndu sjö útgerðarfélög ríkinu árið 2019 til greiðslu skaðabóta alls að upphæð um 10,2 milljarða króna. Fimm félaganna féllu frá málarekstri á fyrri stigum, en þar áttu í hlut félögin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes. Huginn og Vinnslustöðin héldu málunum hins vegar til streitu og báru að lokum sigur úr spýtum fyrir héraðsdómi.
Vinnslustöðin festi kaup á Hugin í febrúar 2021 á meðan málsókninni stóð.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 608,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 383,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 261,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 332,43 kr/kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.944 kg |
Steinbítur | 1.881 kg |
Þorskur | 1.619 kg |
Samtals | 8.444 kg |
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 939 kg |
Þorskur | 244 kg |
Ýsa | 205 kg |
Langa | 118 kg |
Hlýri | 29 kg |
Keila | 25 kg |
Ufsi | 19 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.582 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 608,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 383,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 261,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 332,43 kr/kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.944 kg |
Steinbítur | 1.881 kg |
Þorskur | 1.619 kg |
Samtals | 8.444 kg |
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 939 kg |
Þorskur | 244 kg |
Ýsa | 205 kg |
Langa | 118 kg |
Hlýri | 29 kg |
Keila | 25 kg |
Ufsi | 19 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.582 kg |