Framlengja veiðibann á Reykjaneshrygg

Framlengt hefur verið bann við veiðum á karfa á Reykjaneshrygg.
Framlengt hefur verið bann við veiðum á karfa á Reykjaneshrygg. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Á grunni vísindaráðgjafar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) var á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) samþykkt áframhaldandi bann við veiðum á karfa á Reykjaneshrygg.

„Rússland greiddi atkvæði, eins og hingað til, á móti þessu veiðibanni og mun líklega mótmæla reglunum formlega til að vera ekki bundið af þeim. Önnur aðildarríki munu framfylgja veiðibanninu og ýmsum reglum sem þrengja að stöðu þeirra rússnesku skipa sem taka þátt í veiðunum,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Rússar hafa um nokkurt skeið stundað karfaveiðar á Reykjaneshrygg þrátt fyrir bannið.

Samþykktu tillögu um karfaveiðar í Síldarsmugunni

Á fundinum, sem haldinn var í London 12. til 15. nóvember voru samþykktar verndunar- og stjórnunarráðstafanir fyrir norsk-íslenska síld, makríl, búrfisk (búra) og ýsu á Rockall-banka og gilda samþykktirnar fyrir árið 2025. Fram kemur að þær eru gerðar á á grundvelli nýjustu ráðgjafar ICES.

Framlengdar voru stjórnunarráðstafanir fyrir háf auk banns við veiðum á hámeri. Þá samþykktu öll aðildarríki tillögu um stjórn karfaveiða í Síldarsmugunni eftir ósamkomulag til margra ára.

„Ekki liggur fyrir samkomulag varðandi veiðar úr deilistofnunum norsk-íslenskri síld, kolmunna og makríl. Því nær ákvörðun ársfundarins eingöngu til sameiginlegs viðmiðunar heildaraflamarks, að ríkin skuli setja sér takmarkanir og að öðrum en aðildarríkjum sé óheimilt að veiða úr þessum stofnum á úthafinu,“ segir í tilkynningunni.

Greint er frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hafi „að stórum hluta lamað starfsemi nefnda og vinnuhópa NEAFC. Á fundinum var því lögð áhersla á að finna leiðir til að auka virkni innan stofnunarinnar þrátt fyrir að önnur aðildarríki viðhaldi þeirri stefnu að eiga ekki í venjulegum samskiptum við Rússland vegna árásarstríðsins.“

Stefán forseti NEAFC

Á fundinum var Stefán Ásmundsson kosinn forseti NEAFC og mun hann gegna því hlutverki næstu tvö árin. Embættið gengur milli aðildarlanda NEAFC og tekur Stefán við af Janet Skarðsá frá Færeyjum sem verið hefur forseti síðastliðin fjögur ár.

Aðildarríki NEAFC eru Bretland, Danmörk – fyrir hönd Færeyja og Grænland, Evrópusambandið, Ísland, Noregur og Rússland. Ráðið fer með stjórn fiskveiða á úthafinu í Norðaustur-Atlantshafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 588,72 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 619,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 445,99 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 367,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 206,19 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 345,26 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,56 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 22.079 kg
Ýsa 10.945 kg
Ufsi 477 kg
Karfi 253 kg
Steinbítur 143 kg
Hlýri 46 kg
Samtals 33.943 kg
20.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.809 kg
Þorskur 1.441 kg
Samtals 3.250 kg
20.11.24 Sigurfari GK 138 Dragnót
Sandkoli 137 kg
Ýsa 35 kg
Þorskur 17 kg
Samtals 189 kg
20.11.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 8.684 kg
Þorskur 3.651 kg
Karfi 3.329 kg
Samtals 15.664 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 588,72 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 619,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 445,99 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 367,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 206,19 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 345,26 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,56 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 22.079 kg
Ýsa 10.945 kg
Ufsi 477 kg
Karfi 253 kg
Steinbítur 143 kg
Hlýri 46 kg
Samtals 33.943 kg
20.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.809 kg
Þorskur 1.441 kg
Samtals 3.250 kg
20.11.24 Sigurfari GK 138 Dragnót
Sandkoli 137 kg
Ýsa 35 kg
Þorskur 17 kg
Samtals 189 kg
20.11.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 8.684 kg
Þorskur 3.651 kg
Karfi 3.329 kg
Samtals 15.664 kg

Skoða allar landanir »

Loka