Vinnslustöðin veðjar á vöxt í Ameríku

Björn Matthíasson, rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir útgerðina stefna að …
Björn Matthíasson, rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir útgerðina stefna að því að auka hlutdeild sína á Bandaríkjamarkaði. mbl.is/Gunnlaugur

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hef­ur lagt mikið í söl­urn­ar til að efla stöðu sína á Banda­ríkja­markaði og stofnaði ný­verið eigið sölu­fé­lag í Banda­ríkj­un­um, VSV America.

„Banda­ríkja­markaður er mik­il­væg­ur sér­stak­lega í þorski og ýsu. Þetta er nátt­úru­lega gríðarlega stór markaður. Við erum alltaf að leit­ast við að leggja ekki öll egg­in í sömu körfu. Við erum með stóra viðveru víðs veg­ar í Evr­ópu og í Asíu og höf­um kannski ekki verið jafn mikið í Am­er­íku fram að þessu en vilj­um auka hlut­deild okk­ar hér,“ seg­ir Björn Matth­ías­son, rekstr­ar­stjóri VSV Sea­food Ice­land, í sam­tali við 200 míl­ur.

Vinnslu­stöðin er mætt á sjáv­ar­út­veg­sýn­ing­una í Bost­on með eig­in bás en þó meðal annarra ís­lenskra fyr­ir­tækja. Banda­rík­in skip­ar sí­fellt mik­il­væg­ari sess sem kaup­andi ís­lensks sjáv­ar­fangs og er aukn­ing í fjölda ís­lenskra sýn­enda dæmi um það.

„Við höf­um verið að selja inn á Am­er­íku, bæði í gegn­um Hólma­sker í Hafnar­f­irði og Leo Sea­food í Vest­manna­eyj­um. Við erum ný­lega búin að stofna sölu­skrif­stofu í Banda­ríkj­un­um, VSV America, þar sem við erum að stíga skref í þá átt að stýra söl­unni meira sjálf­ir og búa til sam­bönd sem við get­um byggt á til framtíðar,“ út­skýr­ir Björn.

Hann seg­ir söl­una inn á Banda­ríkja­markað til þessa hafa aðallega verið stýrt frá Íslandi og í sum­um til­fell­um farið fram í gegn­um önn­ur söl­u­net og í gegn­um milliliði. Með sölu­fé­lag­inu breyt­ist staðan nokkuð því þá sé hægt að eiga afurðir til í Am­er­íku sem verður til þess að hægt verði að þjón­usta kaup á minni skömmt­um.

„Við erum að reyna að kom­ast nær neyt­and­an­um, auðvelda vinnu okk­ar við að byggja upp sam­bönd­in og fáum kannski aðeins meira fyr­ir vör­una þannig,“ seg­ir Björn.

Mikill fjöldi fólks sækir sjávarútvegssýninguna í Boston.
Mik­ill fjöldi fólks sæk­ir sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­una í Bost­on. mbl.is/​Gunn­laug­ur

Af­end­ingarör­yggi lyk­il­atriði

Er erfitt að selja ís­lensk­an fisk í Am­er­íku?

„Það er smá vinna að kom­ast inn. Banda­ríkjamaður­inn er mjög trygg­ur, en um leið og maður er kom­inn inn fyr­ir og bú­inn að sanna sig þá held ég það séu fáir sem eru eins heiðarleg­ir í viðskipt­um, staðfast­ir og trygg­ir viðskipta­fé­lag­ar og Banda­ríkja­menn,“ svar­ar Björn.

Hann seg­ir Ísland vel þekkt sem fram­leiðandi sjáv­ar­fangs í efsta gæðaflokki. „Það fer gott orð af ís­lensku sjáv­ar­fangi og við get­um óhikað flaggað því að við séum frá Íslandi og bjóðum gæðavöru. Við erum þekkt fyr­ir góða vörumeðhöndl­un, góða fram­leiðslu sem upp­fyll­ir alla helstu gæðastaðla, sem skil­ar frá­bær­um afurðum til neyt­enda.“

Lyk­il­atriði í sölu sjáv­ar­af­urða er að sögn Björns að tryggja stöðugt fram­boð, það gangi ein­fald­lega ekki að detta af markaði í lengri tíma og vilja kaup­end­ur stöðugar horf­ur í af­hend­ingu. Það hafi meðal ann­ars verið ástæða þess að mik­il­vægt þótti að fjár­festa í upp­bygg­ingu sölu­fé­lags í Banda­ríkj­un­um.

Björn seg­ir markaðinn, sér­stak­lega á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna, eft­ir­sókn­ar­verðan því þar er að finna fólk sem er til­búið að greiða fyr­ir mik­il gæði. Það séu því bjart­ir tím­ar í vænd­um ef tekst vel að treysta viðskipta­sam­bönd Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »