Húsleit á tíu stöðum

AFP

Saksóknarar í Þýskalandi gerðu húsleit á tíu stöðum í gær í tengslum við rannsókn á því hvort svindlað hafi verið á útblástursprófunum Mitsubishi-bifreiða í landinu.

Saksóknari í Frankfurt greindi frá því að rannsókn sé hafin á því hvort háttsettir starfsmenn alþjóðlegs fyrirtækis hafi gerst sekir um svik í starfi. Rannsóknin beinist einnig að tveimur bílainnflytjendum og einni bílasölu. Rannsóknin beinist að Mitsubishi dísilökutækjum með 1,6 og 2,2-lítra vélar en þær fengu hæstu einkunn hjá þýskum eftirlitsaðilum þegar kom mengunarvörnum.

Forsvarsmenn Mitsubishi í Japan hafa staðfest að húsleit hafi verið gerð á starfsstöðvum fyrirtækisins í Þýskalandi.

Þegar ríki heims byrjuðu að grípa til aðgerða í lofts­lags­mál­um á 10. ára­tug síðustu ald­ar veðjuðu evr­ópsk stjórn­völd á dísil­bíla til þessa að freista þess að draga úr los­un álf­unn­ar á gróður­húsaloft­teg­und­um, meðal ann­ars vegna þrýst­ings frá stóru þýsku bíla­fram­leiðend­un­um sem sögðu dísil ódýra og hraðvirka leið til að draga úr los­un. Þetta kemur fram í grein sem birt var á mbl.is fyrir fimm árum um svonefnt „dieselgate“ sem hófst með rannsókn á Volkswagen.

Um 15% minna af kolt­ví­sýr­ingi losn­ar við bruna dísi­lol­íu en hefðbund­ins bens­íns. Ókost­ur­inn er hins veg­ar að út­blást­ur dísil­bíla inni­held­ur fjór­um sinn­um meira nit­urdíoxíð sem teng­ist loft­meng­un og ýms­um heilsu­far­svanda­mál­um. Það var los­un á þeirri loft­teg­und sem Volkswagen faldi með sér­stök­um hug­búnaði í bíl­um sín­um. Í próf­un­um í Banda­ríkj­un­um var los­un nit­urdíoxíðs um 40 sinn­um minni en þegar bíl­arn­ir voru komn­ir út á göt­una. 

Á meðan stjórn­völd í ýms­um Evr­ópu­lönd­um greiddu götu dísil­bíla með ýms­um hvöt­um héldu Banda­ríkja­menn, þar sem bens­ín var hræó­dýrt og bíla­fram­leiðend­ur þróuðu frek­ar raf­magns- og blend­ings­bíla sem um­hverf­i­s­vænni kosti, sig að mestu leyti við bens­ín­bíla. Í sum­um Evr­ópu­lönd­um eins og Bretlandi náðu dísil­bíl­ar um helm­ingsmarkaðshlut­deild árið 2012.

Af­leiðing­in hef­ur verið verri loft­meng­un og hafa marg­ir stjórn­mála­menn síðan lýst því yfir að það hafi verið mis­tök að stuðla að út­breiðslu dísil­bíla. Ný­leg­ar rann­sókn­ir hafa meðal ann­ars sýnt að dísilgufa sé enn verri fyr­ir heilsu fólks en áður hafði verið talið. Hún geti valdið krabba­mein­um, hjarta­áföll­um og hægt á vexti barna.

mbl.is
Loka