Nýr og breyttur Kia Ceed Sportswagon í tengiltvinnútfærslu verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardag klukkan 12-16.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öskju.
Þar segir að bíllinn hafi breyst nokkuð í útliti og sérstaklega að framanverðu þar sem nýr og fallega hannaður framendi blasir við. Nýtt svart grill með nýjum LED framljósum gera framhlutann mjög tignarlegan og nýtt Kia merki nýtur sín vel. Straumlínuleg hönnunin er heilt yfir afar vel heppnuð og bíllinn fær enn sportlegra og kraftmeira útlit en áður. 16" álfelgur með demantsskurði draga enn frekar fram sportlega ásýnd bílsins.
Innanrýmið er fallega hannað og vandað er til verka í alla staði. 12,3" stafræni ökumælaklasinn og 10,25" snertiskjár fyrir leiðsögukerfi eru samþættir í láréttri stöðu á mælaborðinu og veita ökumanni og farþegum bæði afþreyingu og upplýsingar um aksturinn.
Upplýsingum er varpað upp í háskerpu, þar á meðal leiðsögn frá leiðsögukerfinu, upplýsingum frá hljómtækjum, símagögnum og fleiru. Bíllinn er búinn hinu nýja UVO CONNECT appi sem flytur akstursupplifunina inn í nýja, stafræna vídd. Kia On-Board þjónustan birtir mikilvægar rauntímaupplýsingar hvert sem leiðin liggur en með nýja UVO appinu stýrir ökumaður aðgerðum með stjórnrofum innan seilingar. UVO appið býr yfir fjölda aðgerða sem birta gögn um ástand bílsins og greiningu á akstrinum. Með appinu er einnig hægt að virkja fjölda mikilvægra aðgerða fjarri bílnum með nokkrum smellum á símann.
Kia Ceed Sportswagon í tengiltvinnútfærslu er búinn nýrri aflrás sem samanstendur af 8,9 kW liþíum-pólymer rafgeymastæðu, 44,5 kW rafmótor og sparneytinni, 1,6 lítra bensínvél með beinni innsprautun með sex þrepa gírskiptingu. Losun CO2 er einungis 28 gr/km frá 141 hestafla aflrásinni. Meðaleyðslan er uppgefin 1,5 l/100 km. Bíllinn kemst allt að 57 km á rafmagningu eingöngu samkvæmt WLTP staðal.
Kia Sportswagon PHEV er mjög rúmgóður fyrir fólk og farangur. Það fer fer vel um ökumann og fjóra farþega og nóg er af fótaplássi. Farangursrýmið í Ceed Sportswagon tengiltvinnbílnum er 437 lítrar og allt að 1.506 lítrar með niðurfelld aftursæti. Rafgeymastæðan er undir aftursætunum og gengur því ekki á dýrmætt pláss í farangursrýminu.
Bíllinn er afar vel búinn nýjustu akstursstoðkerfum og öryggisbúnaði frá Kia. Má þar nefna árekstrarvara að framan, snjallstýrðum hraðamörkunarvara og bílastæaðavara sem vísar ökumanni inn í þröng bílastæði svo eitthvað sé nefnt. Verð á nýjum Kia Ceed Sportswagon er frá 4.640.777 kr.
Auk frumsýningar á Kia Ceed Sportswagon PHEV mun Askja einnig sýna á laugardag mikið úrval af raf-, tengiltvinn- og tvinnbílum frá Kia, Mercedes-Benz og Honda í sýningarsölum fyrirtækisins að Krókhálsi.