Þýski framleiðandinn Volkswagen hefur gefið út að væntanlegur sjálfkeyrandi bíll þeirra, ID Buzz, sem minnir helst á gamla Rúgbrauðið, muni geta nýst sem sjúkraflutningabíll.
Í nýju myndbandi sem VW birti á youtuberás sinni sést hvernig fyrirhugað er að nota bílinn sem sjúkrabíl og ferja sjúklinga á spítala. Þar að auki verður hægt að nota bílinn til almennra fólksflutninga en einnig vöruflutninga.
Í því tilfelli yrði eitt sæti fyrir vöruafhendingarmann eins konar, og nægt pláss fyrir ýmsan varning aftur í. Þannig sneri sætið með bakið í framrúðuna, ekki öfugt eins og tíðkast í öllum bílum í dag. Vel væri því hægt að sinna ýmsum störfum á meðan ekið er á milli staða, hvort sem þau störf felast í vörutalningu eða aðhlynningu sjúklinga.