Viðtökur fram úr björtustu vonum

Gísli Már og félagar frá Ferðafélagi Íslands og Grænlands heimsóttu …
Gísli Már og félagar frá Ferðafélagi Íslands og Grænlands heimsóttu Kapissilit-þorpið í Nuuk-firði í rjómablíðu. mbl.is/RAX

Því var svo fagnað með viðeigandi hætti þegar bæði íslenskir og grænlenskir félagar gengu á Kuanninnguit-fjall sem staðsett er í nágrenni við höfuðborgina. Meðlimir í stjórnum félaganna héldu erindi á stofnfundinum og færði Ferðafélag Íslands grænlenska systurfélaginu gestabók og vandaðan álkassa sem settur var niður á fallegum útsýnisstað á fjallinu.

Stjórn Ferðafélags Grænlands saman komin á fallegum útsýnisstað þar sem …
Stjórn Ferðafélags Grænlands saman komin á fallegum útsýnisstað þar sem álkassinn sem innihélt gestabókina var settur niður. mbl.is/RAX

Dr. Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum en um 40 manns á öllum aldri og þrír glaðlyndir hundar tóku þátt í stofnfundinum.

Litríkur gönguhópur saman kominn við rætur Kuanninnguit-fjallsins.
Litríkur gönguhópur saman kominn við rætur Kuanninnguit-fjallsins. mbl.is/RAX

Aðspurður hvernig verkefnið hafi þróast í þessa átt segir hann þau Reyni Traustason og Ingu Dóru Guðmundsdóttur hafa átt frumkvæðið en hugmyndin hafi komið upp þegar Inga Dóra var með honum í gönguhóp á vegum Ferðafélags Íslands. Í kjölfarið hafi þau svo leitað til Ferðafélagsins eftir stuðningi við verkefnið sem nú hefur loksins litið dagsins ljós. „Það er ósk mín að þetta samstarf verði til þess að auka samskipti félagsmanna beggja ferðafélaganna og að Ferðafélag Íslands geti einnig komið að skipulagningu gönguferða sem bæta heilsu félagsmanna, útgáfu bóka um ákveðin svæði eins og árbækur FÍ eru og útgáfu rita um gönguleiðir,“ segir Gísli Már.

Miiti Geisler, leiðsögukona og verslunareigandi, er fróð um gönguleiðir á …
Miiti Geisler, leiðsögukona og verslunareigandi, er fróð um gönguleiðir á Grænlandi og fræðir Gísla Má Gíslason um svæðið. mbl.is/RAX

Mikill hugur var í stjórnarmönnum Ferðafélags Grænlands sem kosnir voru í göngunni og nú þegar búið að skipuleggja fyrstu göngu félagsins sem nefnist Gå væk kræft eða Farðu burt krabbamein. Íslendingum sem eiga leið til Grænlands er velkomið að hafa samband við félagið varðandi fyrirspurnir sem tengjast útivist í gegnum Facebook-síðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka