Ferðavefurinn hefur tekið saman nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa með í för þegar farið er með börn á strönd.
Matur og drykkur
Fjölbreytt fæða getur verið af skornum skammti og rándýr á ströndinni og því skynsamlegt að pakka smávegis nesti fyrir börnin.
Handklæði
Þykkt og gott strandhandklæði kemur að góðum notum á ströndinni en á því geta börnin dundað sér í stað þess að sitja á sjóðandi heitum sandinum.
Sólarvörn
Það þarf kannski ekki að taka það fram hversu nauðsynlegt er að hafa eina góða ilm-, litarefna- og parabenfría sólarvörn með í för. Þrátt fyrir að sólarvörn sé vatnsheld borgar sig að fylgjast vel með húðinni og bera vörnina reglulega á eða klæða litla líkama í léttan sundfatnað sem skýlir húðinni.
Leikföng
Börn geta dundað sér í ótrúlega langan tíma með einfalda fötu, skóflu og sandmót.
Strandskór
Sandurinn getur oft verið ansi heitur á sólríkum ströndum og því betra að vera með skó til að verja litlar fætur. Best er að velja skó þar sem auðvelt er að þrífa sandinn úr skónum og líka vatnsheldir svo hægt sé að nota þegar sjórinn er mátaður.
Föt og fylgihlutir
Sólhattur, sólgleraugu og síðerma sundpeysur með sólarvörn er góður kostur til að verja börnin frá sterkum geislum sólarinnar. Ekki spillir svo fyrir að vera með sólhlíf, til að vera alveg viss.