Sparaðu peninginn á ferðalaginu

Það getur borgað sig að reyna að skipuleggja fríið aðeins …
Það getur borgað sig að reyna að skipuleggja fríið aðeins betur. Ljósmynd/Colourbox

Ferðavefurinn hefur tekið saman nokkur ráð sem gott er að hafa í huga á ferðalögum, þau gætu jafnvel sparað þér nokkra þúsundkalla.

Símareikningurinn getur náð nýjum hæðum ef þú ferð ekki varlega. Það borgar sig að skoða hvaða pakkar eru í boði hjá símafélögum áður en lagt er af stað, símtalskostnaður og reikigjöld geta nefnilega verið ansi dýr í sumum löndum. Það er líka ágætt að venja sig á að slökkva á gagnareki áður en ferðast er á nýjar slóðir og nýta sér Wi-Fi þar sem það er í boði. Ef þú ætlar þér að vera í lengri tíma í fjarlægu landi er eina vitið að fá sér SIM-kort.

Hvernig stendur á því að þegar maður er á flugvelli þá virðist mann vanta allt? Augnhvílur, millistykki, hleðslutæki, tannbursta og svo framvegis. Skipuleggjum okkur betur og spörum peninginn á flugvöllunum, það er ekki allt ódýrast þar.

Rétta handfarangurstaskan kemur að góðum notum.
Rétta handfarangurstaskan kemur að góðum notum. Ljósmynd/Colourbox


Fjárfestu í góðri handfarangurstösku og reyndu að koma öllu sem þú þarft fyrir í henni, já ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er áskorun en hver hefur ekki lent í því að nota einungis helminginn af fötunum sem þvældust með í ferðatöskunni. Flugfargjöld eru líka töluvert lægri þegar ferðast er einungis með handfarangur.

Það gerir ekki til að athuga hvað það kostar að senda aukafarangur með pósti heim í stað þess að borga yfirvigt. Berðu það saman, gæti í mörgum tilfellum verið töluvert ódýrara.

Það er miklu ódýrara að ferðast í strætó en með …
Það er miklu ódýrara að ferðast í strætó en með leigubíl. Ljósmynd/Colourbox

Notaðu almenningssamgöngur í stað leigubíla á áfangastað. Það eru til allskyns smáforrit sem hjálpa þér við að skipuleggja ferðir á milli staða. Svo gæti ferð í strætó eða lest líka orðið ævintýri og hluti af skemmtilegu ferðalagi, þú veist aldrei hverjum þú kynnist á leiðinni.

Farðu heldur í matvörubúð og kauptu þér nesti, skelltu þér svo í lautarferð ef veðrið er gott. Bæði er það miklu ódýrara og skemmtilegra en að sitja inni á þéttsetnum kaffihúsum.

Reyndu að komast að því á hvaða veitingastöðum heimamenn borða, þeir eru oftast töluvert ódýrari en ferðamannabúllurnar sem mælt er með á ferðavefsíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka