Taskan sem tekið er eftir

Snati virðist glaður að sjá sjálfan sig á ferðatöskunni, eða …
Snati virðist glaður að sjá sjálfan sig á ferðatöskunni, eða hvað? Ljósmynd/Firefox

Það er algeng sjón að sjá fólk hlaupa á eftir töskunni á færibandinu eins og það eigi lífið að leysa einungis til að átta sig á því að taskan var alls ekkert í þeirra eigu. Það skutlar því töskunni aftur á færibandið og felur sig skömmustulega í fjöldanum. Flestar af þessum töskum sem teknar eru í misgripum eru dökkleitar og eins venjulegar og gerist. Það er því gott ráð að leggja sig fram við að breyta útliti töskunnar þá annaðhvort til dæmis með rauðri slaufu, velja annan lit á töskuna nú eða skreyta hana með fögru andliti gæludýrsins, þá eru afskaplega litlar líkur á því að taskan verði tekin í misgripum nú eða að hún fari fram hjá eigandanum.

Fyrirtækið Firefox hefur einmitt sérhæft sig í þeirri list að skreyta ferðatöskur og hjálpað þannig fjölda ferðamanna að finna töskurnar sínar fljótt og örugglega. Þeir prenta þá mynd sem þeim er send á spandex-efni sem svo ferðataskan er klædd í.

Mynd af sjálfum þér eða pirraða nágrannanum? Þitt er valið.
Mynd af sjálfum þér eða pirraða nágrannanum? Þitt er valið. Ljósmynd/Firefox

Þeir sem eru svo í miklu stuði geta látið prenta andlitið á sér á efnisbútinn. Það er þá nokkuð öruggt að enginn muni taka hana í misgripum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka