„Maður kemur til baka algjörlega núllstilltur

Katrín Amni elskar að upplifa nýja hluti með dætrum sínum.
Katrín Amni elskar að upplifa nýja hluti með dætrum sínum. Ljósmynd/ Úr einkasafni

Katrín sem stýrir meðal annars íslenska vítamínvörumerkinu ICEHERBS og sinnir ýmsum öðrum markaðsverkefnum og er einnig framkvæmdastjóri félags viðskipta- og hagfræðinga segir að fyrir utan vegabréf og peninga þá séu þetta þeir fimm hlutir sem nauðsynlegt sé að taka með þegar haldið er af stað í frí. 

Earpods
Get ekki verið án þeirra bara yfir höfuð, hvað þá á ferðalögum. Nota þá til þess að tala í símann, hlusta á tónlist, hljóðbækur og fleira. Elska þessa snilldargræju.“

Flott sólgleraugu
„Must have alltaf alls staðar ávallt, í alls konar aðstæðum og geta bjargað mörgum “bad hairdays”, sem jú eiga til að henda mann einmitt sérstaklega á ferðalögum.“

Bakpoki
„Ég elska bakpoka af öllum toga. Stórir, litlir, leður, íþrótta og á alveg nokkra. Ég elska að ferðast með bakpoka sérstaklega ef ég er að ferðast með börnin mín, þá eru báðar hendur lausar fyrir litlar hendur og svo er það algjört must ef maður er í íþróttaferðum eða ferðalögum sem krefjast mikilla ferðalaga á milli staða.“

Google Maps í símanum
Manni eru allir vegir færir í lífinu á ferðalögum með Google og Google Maps. Það endar flestallt vel með Google Maps. Ef það þarf að skipta um skoðun, finna hvað sem hugurinn girnist, kort, leiðarvísi, plana. Nei listinn er óendanlegur. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég nota þetta mikið fyrr en ég fór að spá í topp 5 listanum mínum.“

Rétt hugarfar 
„Klisja? Nei. Það er bara þannig. Óvæntir atburðir, ný stefna, bras, alls konar fólk og  menning. Já þetta hugarfar skiptir öllu heimsins máli ef maður ætlar að njóta sín á ferðalögum sínum á þessari snilldarplánetu sem við búum á. Þrátt fyrir grjóthart ferðaplan og dúndurskipulag þá er gott líka að geta bara farið með straumnum, sætta sig við sumt og taka ákvarðanir upp á nýtt.“

Síðar í sumar er Katrín að fara með dætur sínar til Frakklands þar sem þær byrja ferðalagið í Normandí-héraði með góðum vinum og halda svo suður eftir á frönsku rivíeruna þar sem dæturnar fara í ævintýra- og íþróttaskóla í tvær vikur. 
„Ég elska að ferðast með dætur mínar tvær, sem eru 5 og 9 ára, og gera eitthvað öðruvísi með þeim og hlökkum við mikið til. Í haust ætla ég svo sjálf ein í jóga-retreat en er ekki búin að ákveða nákvæmlega hvert í þetta sinn. Ég reyni að komast í jóga erlendis á hverju ári. Maður kemur til baka algjörlega núllstilltur.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka