Ísland kemur lítillega við sögu í annarri þáttaröð af norsku sjónvarpsþáttunum Exit 2 eða Útrás. Án þess að ljóstra of miklu upp um söguþráðinn þá pantar Hermine Veile ferð til New York í þriðja þætti. Íslenska flugfélagið Icelandair kemur efst upp á leitarvefnum Finn.no sem Hermine Veile notar.
Veile pantar ferð frá 15. mars til 18. mars. Icelandair býður og kostar ferðin frá Ósló til New York fram og til baka með Icelandair aðeins 2.895 norskar krónur eða um 43.500 krónur á gengi dagsins í dag. Aðalkvenhetja þáttanna virðist hafa gert ansi góð kaup á flugmiðunum.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá leitarniðurstöðurnar sem birtust í Útrás. Búið er að teikna rauðan hring utan um merki Icelandair.